JaNei <$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júní 27, 2006

BLOGG...AFTUR!
Úff, þvílíkur bloggdugnaður, það mætti bara halda að mér leiddist!! En það er ekki svo slæmt, er bara á hótel mömmu að bíða eftir mömmumat og ákvað að nýta tímann.

Sumarið ákvað loks að kíkja við á laugardaginn og var dagurinn nýttur til útiveru. Fyrst var rölt um Fossvoginn, svo spókaði mín sig í sundi og loks farið í grillveislu hjá henni Báru minni sem var að útskrifast. Kvöldið endaði svo í partýi á Laugarveginum og einhverju bæjarrölti.

Annars erum við fiskarnir búin að vera ein heima síðan á laugardaginn þar sem húsbóndinn skrapp til Svissaralands. Búið að vera nokkuð tómlegt þótt fiskarnir hafi gert sitt besta til að halda mér félagsskap. En von er á drengnum í kvöld, svo nokkur spenna ríkir í Breiðholtinu.

Hvað á svo að gera um helgina? Jú, það er fyrsta helgin í júlí svo allir eiga að fara í útilegu. Stefnan hjá mér er Þórsmörk. Óska eftir áframhaldandi sumri!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?