JaNei <$BlogRSDUrl$>

föstudagur, júní 23, 2006

Blogg...
Já maður hefur nú ekki verið duglegur að tjá sig hér undanfarið. Aðalástæðurnar eru tvær: mikið að gera og netleysi. En nú er aðeins farið að róast hér á bæ og netið komið lag!! Svo hér koma nokkur orð.Undanfarna tíu daga hefur verið fjölmennt í Breiðholtinu þar sem vinkona mín frá Svíþjóð var í heimsókn. Mikið er búið að túristast; t.d. farið á Árbæjarsafnið, upp í Hallgrímskirkjuturn, í helstu sundlaugar bæjarins, labbað Laugarveginn (the shooping street) og skroppið í Bláa Lónið. Svo á meðan húsráðendur voru að vinna var Svíinn sendur í Kringluna, að skoða Perluna, á Gullfoss og Geysi og í Þórsmörk. Síðasta helgi toppaði svo allt en þá var farið í jeppaferð upp á hálendið.Það var semsagt ákveðið að fara í útilegu þrátt fyrir grenjandi rigningu og miður góða spá. Farið var á tveim bílum og voru sjö manns með í för. Fyrst var haldið upp í Tjaldafell og gist þar í frábærum skála með gufu og alles! Á sjálfan þjóðhátíðardaginn var svo haldið norður Kjöl, komið við í Kjellingafjöllum og endað á Hveravöllum þar sem aftur var gist í skála. Má því segja að útilegan hafi breyst í innilegu. Að sjálfsögðu var íslenski þjóðfáninn blakandi allan tímann þann 17.!! Á Hveravöllum var baðað sig í heitri lauginni í góða sex tíma, bjór drukkinn, kjöt grillað og útlendingunum kenndir íslenskir söngvar!! Frábær ferð í alla staði, þrátt fyrir smá hræðslu í Svíanum þegar jeppinn fór sem hraðast yfir læki og hóla! Nánar má lesa um ferðina hér og skoða myndir hér.

Annars vona ég bara sumarið sé komið núna, maður er kominn með frekar nóg af rigningu og co! Heyrumst

P.S. Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar á afmælinu mínu, ég er ekki frá því að það sé soldið gaman að eiga afmæli!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?