JaNei <$BlogRSDUrl$>

mánudagur, júní 05, 2006

Júní
Þá er júní kominn og þá má nú segja að sumarið sé komið, ekki satt? Ég byrjaði þetta sumar á því að fara í útilegu og sé sko ekki eftir því. Lagt var í hann á föstudagskveldi með vægast sagt fullan bíl og var haldið í austur átt. Fyrsta stopp var á Selfossi en þar var hungrið seðjað á KFC. Því næst var brunað í Skaftafell, tjaldinu hent upp og farið að sofa. Sólin vakti okkur snemma á laugardaginn en veðrið úti var geggjað. Ákveðið var að nýta blíðuna og hjóla til ömmu en það eru góðir 25 km. Ferðin gekk vel en mikið asskoti keyra bílarnir hratt. Ég meina, hámarkshraðinn er 90 km og við fórum ekkert yfir það.... :) Hjólatúrinn tók u.þ.b. 2 klst og vorum við ansi rauð og sælleg þegar við komum á Mýrina og ekki var slæmt að detta beint í kaffi og kökur!!!
Við fengum svo far til baka í Skaftafell, skruppum í sund og svo var bara grill og bjór og göngutúr og gleði.

Ekki leiðinlegt að byrja sumarið á góðri útilegu og vonandi verða þær fleiri í sumar.

Annars er það helst í fréttum að Steinunn mín og Kalli hennar eignuðust lítill prinz fyrir rúmri viku og óska ég þeim innilega til hamingju. Maður fær kannski eitthvað að passa litla kút næsta vetur svo þau hjónakorn geti skroppið út á djammið.

Aðrar helstu fréttir eru að hún móðir mín á afmæli á morgun, verður 25 held ég..eða lítur allavega út fyrir það !! Og litli bróðir minn er að útskrifast úr Langholtsskóla á morgun og óska ég þeim báðum til hamingju með daginn.

Svo vildi ég líka benda á það að mér finnst að allar helgar eigi að vera 3 dagar!!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?