JaNei <$BlogRSDUrl$>

laugardagur, maí 27, 2006

Það sem ber helst í fréttum er:
- allar einkunnir komnar í hús og staðfestist það hér með að þriðja árinu í iðjuþjálfun sé lokið. Klapp klapp!! Eftir eitt ár verð ég semsagt vonandi orðinn fullgildur iðjuþjálfi.
- nú er ég "officially" flutt í Breiðholtið. Það tel ég mikið afrek þar sem að lögheimili mitt hefur aldrei farið úr 104.
- ég ligg lasin heima og það gerist ekki oft. Ég er nú búin að vera með hálsbóglu og kvef í 6 daga og liggja heima í 3 daga, og ég er að verða vitlaus. Krefst bata sem fyrst.
- ég er ekki búin að kjósa. Aðallega vegna veikinda minna. En líka því ég veit ekki alveg hvað ég á að kjósa. Hef samt enn 4 og hálfan tíma, reyni að drulla mér af stað og setja X á einhvern gáfulegan stað.
- ég fékk digital myndavél í fyrirfram afmælisgjöf um daginn og ég er búin að framkalla tvisvar sinnum. Geri aðrir betur!! Hér á bæ verða myndirnar sko ekki skoðaðar í tölvunni!!

Farin að láta mér batna

þriðjudagur, maí 23, 2006

Sumarfrí!!
Já, það er sko komið sumarfrí þó svo að úti sé vetrarveður. Hvað er málið með þennan kulda í maímánuði? Svo var sól og tuttugu stiga hiti meðan á prófunum stóð, engin sanngirni í þessu. En prófin eru allavega búin og stúlkan að sjálfsögðu komin til Borgarinnar. Það var þó ekki stoppað lengi þar því eftir smá stúss og hreingerningar í Breiðholtinu var haldið til Svíþjóðar. Þar var sko slappað af og helstu búðir landsins tæmdar, eða svo gott sem. Að venju var gaman að hitta alla og litla skottan mín dafnar vel, orðin tveggja mánaða og heilar 10 merkur. Ekki er heldur leiðinlegt að segja frá því að undirrituð er búin að eignast nöfnu, en litla prinsessan heitir Lína Oddný María!
Eftir fimm daga í Svíþjóð var haldið til Köbenhavn þar sem fleiri búðir voru tæmdar og bjórinn teygaður með Sollu og Ragnheiði.

Það er alltaf gott að koma heim og það var það líka í þetta skiptið þrátt fyrir skítakuldann sem tók á móti manni. Nú er mín svo farin að vinna og líst bara vel á. Og svo er bara beðið og vonað að sumarið fari að koma með sól og hita.

Sumarkveðja

This page is powered by Blogger. Isn't yours?