JaNei <$BlogRSDUrl$>

mánudagur, maí 08, 2006

Útlönd hvað?
Danir og Svíar hafa að undanförnu látið mann óspart vita að hjá þeim sé sól og hiti og þeir sitji úti á hlýrabol og sóli sig. Um helgina þurftu Akureyringar ekki að fara lengra en út á pall til þess að fá slatta af sól og hita. Veðrið hérna er semsagt búið að vera æðislegt en við, aumingja skólafólkið, sitjum bara inn og lesum. Matarpásur og kaffitímar voru samt nýttir til að fá smá súrefni og ég er ekki frá því að maður hafi fengið smá bolafar.

En talandi um Svía og Dani þá ætla ég að fara til Svíþjóðar og Danmerkur á næstunni. Flogið verður til Kaupmannahafnar sunnudaginn 14. maí og þá haldið beint til Svíþjóðar þar sem heilsað verður upp á frábær skyldmenni. Ætlunin er að kynnast nýjasta fjölskyldumeðlimnum, hitta aðra meðlimi, slappa af, njóta lífsins og kannski versla smá. Svo er stefnan tekin á Kóngsins Köben föstudaginn 19. til að hitta tvær frábærar bekkjarsystur úr MS, það verður örugglega ekki leiðinlegt. Heimferð er svo áætluð 20. maí, svo maður missi ekki af Eurovision!!

Skólamál; þrjú próf búin og eitt eftir. Einnig er búið að mestu að taka til, þrífa og pakka niður svo hægt verði að bruna í bæinn strax að loknu prófi á miðvikudaginn.

TVEIR DAGAR...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?