JaNei <$BlogRSDUrl$>

föstudagur, maí 05, 2006

Próf!
Jæja, þá eru þessi yndislegu próf byrjuð, reyndar eru þau hálfnuð, tvö búin og tvö eftir. Á miðvikudag er síðasta prófið og þá er stefnan sett á REYKJAVÍK- ekki seinna vænna! Þetta segir mér þá að ég eigi eftir fimm nætur hér á Akureyri og þ.a.l. fimm nætur á Stúdentagörðunum sem ég kveð ekki með miklum söknuði.

Ég er sem sagt komin með svolítið ógeð á að búa í herberginu mínu og hlakka mikið til að komast í íbúðina í Breiðholtinu aftur. Nei, ég er ekki búin með skólann, það er ekki alveg svo gott (eða slæmt, eftir því hvernig er á það litið). Ég byrja meira að segja mjög snemma í skólanum í haust (á mínu fjórða og síðasta ári) og fer þá í verknám í REYKJAVÍK!! Og svo, um miðjan október neyðist ég til að fara norður um heiðar aftur og fara í nokkrar vikur í skólann. Og þar sem Kleina og co voru svo indæl að kaupa sér nýtt hús svo ég gæti búið með þeim þarf ég ekki að búa á Stúdentagörðunum heldur fæ ég að vera í bílskúrnum!!

Gangi ykkur öllum vel í prófunum!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?