JaNei <$BlogRSDUrl$>

mánudagur, apríl 17, 2006

Lítil frænka
Föstudaginn 14. apríl eignaðist ég litla frænku og það er í annað skiptið á tveimur mánuðum sem ég verð stóra frækna :)
Stúlkan er dóttir Hauks frænda og Hörpu og er ekkert smá sæt- tékk her át!!

Annars er ég búin að hafa það fínt í páskafríinu! Skrapp í bústað um síðustu helgi og hafði það súpergott; borðaði góðan mat, svamlaði í pottinum, sötraði bjór og fór í bíltúr á Geysi!! Svo var lært aðeins áður en haldið var út á land aftur og í þetta skiptið í sveitina til ömmu. Alltaf gott að koma þangað og láta dekra svolítið við sig. Ekki spillti fyrir að veðrið var magnað og var því miklum tíma eytt úti. Áður en haldið var heim var komið við í fermingarveislu þar sem boðið var upp á kræsingar af bestu gerð :)

En jæja, farin út í góða veðrið...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?