JaNei <$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, mars 16, 2006

Læra hvað?
Já, maður á víst að vera læra. En hvenær er betri tími til að blogga en akkurat þegar maður á að vera að læra. Reykjavíkurdvölin var mjög ánægjuleg. Samt greinilega allt of langt síðan ég var þar síðast vegna þess að ég er ekki frá því að ég hafi fundið hitaveitulykt af vatninu þegar ég fór í sturtu!! Einnig gekk mér mjög erfiðlega að rata á PRIKIÐ þegar ég lagði leið mína þangað. Ekki gott.

Annars var þetta mjög skemmtilegt. Fór í frábært 4-R partý á föstudaginn. Alltaf gaman að hitta MS-liðið!! Svo dúlluðum við Brósi okkur saman; fórum í bæinn, kíktum á kaffihús, út að borða, keyptum ís, spiluðum badminton og fleira og fleira. Alltaf gaman hjá okkur systkinunum!! Og ekki var leiðinlegt að fá Foreldrana heim en í einni töskunni leyndist H&M poki, fullur af nærfötum og sokkum- æði gæði!!

Nú komin norður aftur og hef lítið gert nema læra og þjálfa. Í dag er svo von á nokkrum vitleysingum að sunnan og er víst stefnan hjá þeim að mála Agureyrish rauðan um helgina!!

Já, talandi um helgi, ég er komin í helgafrí, í gær meira að segja.. ljúft að vera í skóla!!

Góða helgi!!

þriðjudagur, mars 14, 2006

STÓRA FRÆNKA
Ég eignaðist litla frænku í nótt. Já, hún var frekar lítil, bara 1200 g, enda átti hún ekki að koma í heiminn fyrr en í júní. Þessi unga stúlka fæddist í Svíþjóð og heilast henni bara mjög vel !! Spurning að fara að panta sér ferð til Sverige eftir prófin!!
Meira seinna...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?