JaNei <$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, mars 08, 2006

Reykjavík og þjálfun
Eftir akkurat sólarhring verður daman væntanlega í flugvél á leið til Reykjavíkur. Ekki seinna vænna að halda suður á bóginn enda hefur stúlkan verið hér í heilar tvær vikur og ekki hitt Breiðholtsbúann jafn lengi. Það er því mikil tilhlökkun í gangi og ekki síst fyrir að hitta nýju fjölskyldumeðlimina; Herra Krabba, Fröken Rækjur og los fiskos!!

Annars stökk stúlkan út í djúpu laugina í gær og fór að þjálfa badminton. Hún hefur aldrei áður komið nálægt þjálfun og ekki spilað badminton í fjölda ára en þetta tókst samt nokkuð vel, ég hitti allavega kúluna!! U.þ.b 15 krakkar á aldrinum 11-17 ára og 5 badmintonvellir. Það fór samt ansi mikil orka í að skipuleggja þetta allt saman og láta alla gera eitthvað við sitt hæfi. Þetta virtist alltaf vera svo auðvelt hjá þjálfurunum mínum í TBR hér í gamla daga. Kannski höfum við bara verið svona þægilegir spilarar, já ég held það!!

Bless í bili

þriðjudagur, mars 07, 2006

Árshátíð
Þá er árshátíðarhelgin búin og þá getur maður hætt að hafa áhyggjur af fínum nöglum, brúnkukremi og plokkuðum augabrúnum! Þetta var hin fínasta árshátíð, góð mæting úr bekknum og svakaleg stemming.

Dagskráin hófst um fimmleytið en þá var partý og fordrykkur. Þaðan var svo haldið á Sjallann þar sem var boðið upp á freyðvín og myndatöku. Seint og um síðir var maturinn borinn á borð; laxaþrenna í forrétt, lambakjöt og kjúklingur í aðalrétt og ískúla í eftirrétt. Fínn matur. Einhver skemmtiatriði voru líka í boðinu og hélt Þorsteinn nokkur Guðmundsson uppi fjörinu sem skemmtistjóri. Helvíti góð skemmtun bara, sérsaklega þar sem ég sat á svo skemmtilegu borði!! Næst á dagskrá var annað partý og svo ball með "Í svörtum fötum" og var dansað eitthvað fram eftir nóttu!!

Sunnudagur: mikið sofið, engin þynnka og mín bara hress !!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?