JaNei <$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, mars 02, 2006

Til hamingju Ragny...
...með að þú fæddist í dag...(fyrir nokkrum árum) !! Og velkomin til landsins! Já Danadrottningin á afmæli í dag, orðin árinu eldri en ég og verður það í rúma 3 mánuði í viðbót!!

Hér er búið að snjóa og snjóa og snjóa og snjóa og allt orðið frekar hvítt og jú fallegt. Og ég sem er nýbúin að kaupa mér tvenn pör af sumarskóm, hvers konar réttlæti er þetta eiginlega!!

þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Veður
Þetta veður virðist ekkert ætla að ákveða sig. Um helgina hélt maður að það væri komið vor; sól og blíða og nokkuð heitt en nú er bara kominn skítakuldi, stundum smá snjókoma og jafnvel þörf á að skafa bílinn á morgnana. Ég verð nú að segja að ég tæki alveg á móti vorinu núna, jafnvel sumrinu. En það eru víst sumir sem vilja komast á skíði hér norðan heiða svo það má kannski sætta sig við vetur þangað til 20. mars eða svo.

Bolludagur var í gær. Keypti mér eina bollu í tilefni dagsins. Hefði alveg verið til í (mömmu) kjötbollur í kvöldmat, jafnvel fiskibollur, en fékk mér grjónagraut. Annars hugsa ég til bolludagsins 2003 með bros á vör þegar ég var stödd á afskekktri eyju í Karabískahafinu og Engill nokkur hljóp um eyjuna og rassskellti alla útlendingana!! Það var skondin sjón! Einnig skemmtum við okkur vel við að þýða "bolludag" og "sprengidag" yfir á enskt mál. Sprengidagurinn hljómaði einkar vel í okkar þýðingu!!

En já, það er víst sprengidagur í dag. Held ég sleppi saltkjötinu, svona eins og alltaf. Læt mér duga kjúkling!

BÆÓ

sunnudagur, febrúar 26, 2006

Sauðnaut og vúduman
Helgin búin og var bara hin fínasta. Föstudagskvöldið fór í matarboð, idol og pottinn hjá Kleinunni og var það hin fínasta skemmtun! Laugardagskvöldinu eyddi ég einnig í sundlaugagræna húsinu og þá með aðeins fleira fólki en heimilsfólkinu. Boðið var upp á dýrindis máltíð sem samanstóð (minnir mig) af:
Ég hef aldrei áður smakkað naut sem kennt er við sauð en það sveik sko ekki. Þessi máltíð var alveg mega, fær 10 í einkunn. Takk fyrir mig! Með matnum var drukkið rauðvín og svo smá bjór og svo haldið í bæinn. Fyrst var kíkt á nokkra af heitustu skemmtistöðum Akureyrar en þeir voru ekki alveg að gera sig. Þá ætlaði daman nú bara heim en einhverra hluta vegna datt hún inn á Sjallann þar sem Todmobile voru að spila, hvorki meira né minna. Þeir héldu um 2ja tíma tónleika og voru þeir alveg magnaðir. Synd hvað fáir voru á staðnum, en þá var bara meira pláss fyrir okkur hin!!

Í dag var sama sólin og blíðan og var í gær og var ég dregin í Leirböðin í Mývatnssveit!! Það var rosa flott og gaman að koma þangað. Ég mæli eindregið með baði þarna ef þið eruð skítug!!

ADIOS

This page is powered by Blogger. Isn't yours?