JaNei <$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Partýið búið!!
Jæja, þá er Reykjavíkurgleðin búin í bili. Var í borginni í tvær vikur með tveggja daga innliti til Akureyris og ég verð bara að segja að ég kann nokkuð vel við svona skiptingu! Gæti alveg fílað mig á Akureyri ef ég þyrfti bara að vera þar tvo daga aðra hverja viku!!! Er annars að hugsa um að vera hér næstu tvær vikurnar en þá er víst þörf á dömunni í Borginni!

En það var annars mjög fínt í Breiðholtinu (as usual!). Fór í heimsóknir og matarboð og fékk heimsóknir og hélt matarboð! Húsbóndinn skrapp svo í vinnuferð á föstudaginn og ætlaði daman þá aldeilis að sletta úr klaufunum, en þá nennti bara enginn að djamma með henni. Slæmt ástand! En þá hélt stúlkan bara matarboð og hafði það kósý heima! Svo var skroppið á djammið á laugardag. Partý, Silvia nótt og bærinn!!

Og á sunnudaginn var farið í Dýraríkið og keypt fiskabúr. Og er búin að vera endalaus gleði á heimilinu síðan þrátt fyrir fiskaleysið. Fyrst þurfti að safna steinum og þrífa steina og koma steinum fyrir í búrinu. En nú er þetta orðið rosa flott svo loks getum við farið að kaupa fiska :)

En kannski maður ætti að læra...

Klukk
úff, það er bara svaka pressa á mann...

4 störf sem ég hef unnið:
-Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastdæmis, aka KGRP
-Lyngás
-Kynnisferðir
-Landakot

4 staðir sem ég hef búið á:
-Reykjavík
-Svíþjóð
-Hondúras
-Akureyri

4 sjónvarpsþættir sem mér líkar:
-Desperate Houswifes
-Friends
-ER
-Lost

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríi:
-Tanzania
-Mið-Ameríka
-Nokkur lönd í Evrópu
-Margir staðir á Íslandi


4 STAÐIR SEM ÉG MYNDI FREKAR VILJA VERA Á ÞESSA STUNDINA:
-Reykjavík
-Reykjavík
-Reykjavík
-Eða jafnvel á flakki út í heimi


4 SÍÐUR Á NETINU SEM ÉG HEIMSÆKI DAGLEGA:
-mbl.is
-unak.is
-janei
-bloggrúnturinn

4 UPPÁHALDS MATUR:
-jólamatur mömmu
-lasagna
-grillmatur
-ís

Æi, held þetta sé nóg.
Hugsa um að klukka Gullið mitt og Frænda!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?