JaNei <$BlogRSDUrl$>

mánudagur, janúar 30, 2006

Vængbrotin...
.... en á bíl!!
Eins og það er nú frábært að fá gesti þá er jafn tómlegt þegar þeir fara! Miklu skemmtilegra þegar maður er ekki einn í kotinu! Danadrottning kíkti í heimsókn á föstudag og var alveg frábært að sjá hana. Ekki slæmt að fá gesti allaleið frá Odense í heimsókn- geri aðrir betur!! Aðeins seinna um kvöldið birtist svo Breiðhyltingur nokkur og var einnig mikil gleði að sjá hann!!

Það var nokkuð mikið stússast um helgina; Brynjuís, út að borða, kaffihús, horft á leikinn og bíltúr á Húsavík! Góð helgi!! Og drengurinn vildi greinilega ekkert fara frá mér og flaug ekki fyrr en á miðnæti í gær (en sumir vilja þó kenna vondu veðri um það).

Í dag var próf og fyrirlestur á morgun og svo verður bara farið í það að telja dagna í næstu helgi, en þá er von á enn fleiri gestum. Bara gaman að því!!

Nú er daman semsagt komin á bíl og nýtur þess að keyra í skólann, á æfingu og hvert sem hún þarf að fara!! Alger lúxus

Annars er það helsta að frétta af Eyrinni að það er farið að birta fyrr á daginn og ekki farið að dimma fyrr en svona hálf sex-já ég held svei mér þá að vorið sé handan við hornið, eða vona það allavega!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?