JaNei <$BlogRSDUrl$>

föstudagur, janúar 27, 2006

Tími á blogg!
Já það er heilmikið búið að gerast, ég hef bara ekki nennt að blogga! Það var svaka kósý hjá okkur í bústaðnum um síðustu helgi; magnað veður, góð súkkulaðikaka, grill, baukadrykkja, pottur og kjaftagangur!!

Á laugardeginum var maður svo drifinn á fætur og "rekinn" í bæinn! En það var ástæða fyrir því: vélsleðaferð!! Kleina og Kallinn voru svo elskuleg að bjóða mér á vélsleða og var það alveg magnað. Förinni var heitið að Grenivík og þaðan upp á Kaldbak. Þetta leit nú ekkert of vel út í byrjun; lítill snjór, sleðinn festist og ólétta konan látin ganga upp hálft fjallið. En allt hafðist þetta og þegar upp var komið hófst stuðið. Ég var nú reyndar hálfhrædd við þetta og lét mér nægja að sitja aftan á og þar hélt ég mér svo fast að ég var með harðsperrur í höndunum á sunnudaginn!!

Sunnudagurinn fór svo í lærdóm. Hverjum dettur í hug að hafa próf á mánudegi í janúar? Jú kennurum H.A.! Svo það var bara farið og keypt sér fullt af nammi (það má í prófum) og reynt að læra eitthvað!

Vikan hefur svo að mestu farið í skóla og verkefnagerð. Reyndar líka matarboð og mosaik-gerð. Maður verður nú aðeins að lyfta sér upp! Og auðvitað var horft á landsleikinn, það má ekki klikka. Styttist í næsta leik!

Svo er bara gleði framundan þar sem von er á tveim frábærum gestum

GÓÐA HELGI!

mánudagur, janúar 23, 2006

Jahá....
Þá vitið þið það, megið var pirruð, fúl, leið, reið og allt það í dag !!! En bara í dag :)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?