JaNei <$BlogRSDUrl$>

föstudagur, janúar 20, 2006

Bara fyrir þig mamma mín!
Fyrir viku síðan var ég stödd á Akureyrarflugvelli og beið róleg eftir fluginu mínu. Að vísu var ég svolítið sein (sökum skólans) og var ég næstum búin að missa af vélinni en var svo "heppin" að vélinni seinkaði um 35 mínútur svo ég gæti náð henni! Flugið var hræðilegt, mikil ókyrrð og læti og held ég því hér með fram að innanlandsflugið verði verra og verra með hverju skiptinu sem ég fer! En þetta hafðist og ég lenti loks eftir 55 mínútna flug, já 55 mínútur.

Þá tók við keyrsla um allan bæ; Krónan, HR, THÍ, IKEA, Ríkið, Húsasmiðjan og svo framvegis áður en haldið var í Breiðholtið að þrífa og baka! Mikið að gera hjá stórri fjölskyldu skiljiði!! Á laugardeginum var svo útskrifað og stóðst drengurinn prófið með stæl! TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ :) Svo voru haldnar tvær veislur, kökuboð og partý og er það mál manna að vel hafi tekist til!! Þetta hefði nú samt aldrei tekist ef ég hefði ekki haft hana móður mína á línunni og tengdó til að baka!!

Á mánudaginn var haldið aftur norður. Tók stúlkan rútu upp í Borgarnes og er hún bara á því að þetta sé hinn ágætasti ferðamáti (allavega svona stutta leið!). Í nesinu fékk hún svo far með einkabíl!

Svo er það bara skóli skóli og skóli. Við eigum að skila "nokkrum" verkefnum á þessri önn, eða um 21 og svo eru nokkur tímapróf og auðvitað fyrirlestrar. Held það verði nóg að gera á næstunni. En til að þjappa okkur saman og safna orku fyrir veturinn ætlum við bekkurinn að halda út á land (erum við ekki þar??!!) og dvelja eina nótt í sumarbústað. Má búast við miklu fjöri þar á bæ!!

CHIO...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?