JaNei <$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, janúar 12, 2006

Vikan og helgin!
Jæja, fyrsta skólavikan að klárast og helgin nálgast. Skólin hefur farið af stað af krafti eins og venjulega og er nú þegar búið að setja okkur fyrir ansi mörg verkefni og nokkur próf. Bara stuð! Einnig fór stúlkan og keypti sér kort í líkamsrækt og á nú að fara að reyna að stunda einhverja hreyfingu. Er orðið ansi langt síðan stúlkan átti síðast líkamsræktarkort og sást það best á því að þegar hún mætti í fyrra skiptið gleymdi hún helmingnum af æfingafötunum sínum heima og eftir seinna skiptið situr hún uppi með hæl-og tásæri. Stórhættuleg þessi líkamsrækt!

Annars þá á bara að skella sér suður á morgun enda mikið í húfi! Útskrift á laugardag og má búast við miklum veisluhöldum! Fyrst þarf samt að versla, baka og taka til en stefnt er að því að klára það allt á morgun !!

Megiði eiga góða helgi!!

mánudagur, janúar 09, 2006

Lundagæs!
Þá er stúlkan komin norður og þá getur bloggið víst hafist á ný. Jólafríið var yndislegt og þykir mér mjög sorglegt að það sé búið. Það var auðvitað borðað nóg, sofið, lesið, horft á sjónvarpið, hitt fjölskyldu og vini og unnið smá!! Fríið leið allt of hratt og ég trúi því varla að ég sé komin norður í herbergið mitt aftur!

Helginni var eytt í rólegheit, svona til að safna orku fyrir skólavikuna. Að vísu var farið í helstu verslunarmiðstöðvar borgarinnar og spanderað svolitlu á útsölum... þar var ég hins vegar ekki að verki í þetta skiptið!! Á laugardagskvöldið ákváðum við hjúin svo að elda okkur gæs. Eða Gústinn sá um að elda og ég sat í rólegheitunum inn í stofu og drakk rauðvín-lovely! Svo þegar gæsin var tekin upp úr pokanum kom í ljós að þar var engin gæs á ferð heldur 10 litlir lundar!!! Eftir ágætt hláturskast var ákveðið að steikja lundann og bragðaðist þessi lundagæs svona líka rosalega vel! Spurning um að láta kallinn bara elda héðan í frá???

Svo var brunað norður í gær. Ferðin gekk vel og var færðin fín fyrir utan Holtavöruheiðina en þá sáum við ekki neitt!! Svo er stúlkan bara búin að vera dugleg í dag; fór í skólann, verslaði skólabók, sem kostaði by the way 8 þúsundkalla, fór í Bónus og tók svo til í herberginu sínu! Það er von á svo mörgum gestum þessa önnina svo það er eins gott að það sé til eitthvað í ísskápnum og að herbergið sé snyrtilegt!! Hlakka bara til að fá alla gestina ;)

Kveðjur að norðan...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?