JaNei <$BlogRSDUrl$>

mánudagur, desember 12, 2005

Þetta styttist!
Jæja, þá get ég loksins sagt "á morgun".... Prófatörn loksins að ljúka, enda tími til kominn, öll blöð og yfirstrikunarpennar að klárast svo ég gæti hvort sem er ekkert lært meira! Tvö próf búin og eitt próf eftir sem háð verður í fyrramálið. Að því loknu verður haldið heim að pakka niður og svo flogið heim til Reykjavíkur! Þegar þangað er komið langar mig mest í heiminum að leggjast upp í sófa og gera ekki neitt. Ekki fyrr en í fyrsta lagi um næstu helgi, þá verður nú vonandi slett eitthvað úr klaufunum!!!

En já, svo breytist þetta viðhorf mitt kannski að loknu prófi. Kannski langar mig bara að fara að skreyta, baka, skrifa jólakort og verzla gjafir. Kannski þá- en ekki núna!

En jæja, ætti kannski að fara að lesa meira um persónuleikaraskanir, geðklofa, anorexiu, áfengismisnotkun, geðhæð og geðlægð og reyna að læra eitthvað! Einnig er þörf á að fara að klára nammið á heimilinu, en það sem keypt var fyrir fyrsta próf er ekki enn búið- ekki nægilega góður árangur hér á bæ (enda vantar hinn helminginn af mér!!).

Wish me luck

This page is powered by Blogger. Isn't yours?