JaNei <$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Fréttir.
Annars er allt gott og ekki neitt að frétta! Tíminn líður eins og vanalega og styttist óðum að verknámið mitt klárist. Mér líst nú ekki nægilega vel á það, en það þýðir að ég þarf að yfirgefa stóru, fínu íbúðina í Breiðholtinu og halda í litla herbergið mitt á Eyrinni. Einnig þarf ég að fara að finna skólabækurnar mínar og þykjast fara að læra eitthvað en ég á víst að taka þrjú próf um jólin. Var næstum búin að gleyma því að ég var í einhverjum áföngum í haust!! En jólafríið byrjar frekar snemma þetta árið, eða 13. desember- minna en mánuður í það :)

Á morgun flyt ég svo "heim" aftur en foreldrarnir ætla að skella sér til útlanda um helgina og munum við systkinin gera eitthvað af okkur á meðan!!

Þangað til næst, farið vel með ykkur!

Kuldi
Já, það er búið að vera ansi kalt hér á bæ undanfarið. Og mér finnst það ekkert sérstaklega gaman, sérstaklega ekki á morgnana, hata að fara út í svona mikinn kulda þegar maður er svona þreyttur. Eins finnst ástkærum bílnum mínum ekki mikið varið í þennan kulda en hann er búinn að vera ansi stríðinn. Einn morguninn var ég mætt í eldsnemma út og ætlaði mér að hafa nægjan tíma til að skafa af bílnum og mæta á réttum tíma í vinnuna. Opnaði bílinn og setti hann í gang og byrjaði svo að skafa. Og hvað haldiði, bílhurðinn lokaðist og bíllinn læstist... ekki séns að opna neina einustu hurð og ég stóð fyrir utan með sköfuna í hendinni. Nú voru góð ráð dýr. Það var auðvitað byrjað á því að hringja í karl föður minn og var hún móðir mín send með aukalyklana til mín. Og á meðan stóð ég úti, horfði á bílinn minn eyða rándýru bensíninu og varð seinni og seinni í vinnuna. Þetta var ekki skemmtileg lífsreynsla en bíllinn var þó vel heitur þegar ég loks komst inn í hann, og nú er ég alltaf með aukalykilinn í vasanum, just in case!

En bíllinn minn lætur sér ekki nægja að læsa lyklana mína inni, heldur hefur hann nú tekið upp á því að vilja ekki opnast á morgnana. Læsingin opnast, en dyrnan eru pikkfastar. Allar nema ein- farþegahurðin aftur í. Svo ég verð bara að gjöra svo vel og fara inn í elskulegan bílinn að aftan og klöngrast í frammsætið. Já stundum er gott að vera lítill og liðugur!!! En ég held að ég verði að fara að gera einhverjar ráðstafanir ef ég ætla með þennan bíl til Akureyrar!!!
Kveðjur úr lopapeysunni...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?