JaNei <$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, október 23, 2005

Reykjavík
Þá er daman komin til borgarinnar og hefur verið svo mikið að gera að ekki hefur fundist tími til bloggskrifa. En fyrst það er farið að skora á mann að skrifa, er best að bulla eitthvað smá hérna.

Ástæðan fyrir Reykjavíkurdvöl í þetta skiptið er vettvangsnám. Það er í heilar sex vikur svo ég er ekkert á förum alveg strax. Nú er ég semsagt að vinna á Landakoti 8 tíma á dag og líkar bara vel. Gaman að prófa eitthvað nýtt og er starf á vettvangi mjög góð tilbreyting frá fyrirlestrunum í skólanum.

Já, það hefur verið nóg að gera síðan lent var í Reykjavík. Um síðustu helgi var haldið á Nasa á Trabant tónleika og þar var feikna fjör. Daman var edrú og eftir djammið var hún að spá í að stunda edrú djömmin; miklu ódýrara, engin leigubílaröð, færri skandalar, engin þynnka og jafnmikil skemmtun!!!

Svo var nú farið út á lífið í gær. Hittumst við nokkrar ofurpæjurnar og borðuðum saman og kjöftuðum frá okkur allt vit. Þar var bolla, bjór og hvítvín í boði og ákvað stúlkan að hætta við öll edrú djömm!! Góð skemmtun og vil ég hér með þakka fyrir mig og hlakka bara til að sjá ykkur sem fyrst!

Stúlkan búin að fjárfesta í World Class korti. Heilar 8800 kr fyrir mánuðinn en fyrst búið var að kaupa ipod var nú eiginlega nauðsyn að eiga kort í ræktinni til að geta notað þetta tryllitæki almennilega! Nú er miklu skemmtilegra að fara í Klassann og hlaupa í takt við tónlistina sem ég vil hlusta á, en ekki bara einhverjar leiðinlegar útvarpsstöðvar; skil ekki hvernig ég gat æft án ipodsins áður;)

Nú hefur stúlkan flutt sig úr 104 og "upp í sveit" og finnst það bara fínt. Að vísu tekur öll keyrsla aðeins lengri tíma en áður, en samt styttri tíma en frá Akureyri! Þar sem sveitin býður ekki upp á netaðgang í bili verður kannski eitthvað lítið um bloggfærslur næstu vikur, en við sjáum nú til. Kannski maður kíki öðru hverju í heimsókn til mömmu og pabba og fái að nota netið þeirra !!!

Þangað til næst.. verið dugleg að kommenta;)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?