JaNei <$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, október 11, 2005

Hmmm....
Tíminn líður hratt þessa dagana, enda miklu meira en nóg að gera í skólanum og varla tími til að klára neitt. Síðasta föstudag var SPRELLMÓT Háskólans haldið með pomp og prakti en vegna mikilla verkefnavinnu var ákveðið að taka sér frí frá sprelli, nýta daginn til að læra og djamma svo um kvöldið. En einhverra hluta vegna var lítið lært þennan dag, en dagurinn í stað þess nýttur til svefns enda Iþað nauðsynlegt til að hafa einhverja orku í djamm (ætli maður sé orðinn gamall??).
Kvöldið var fínt, stelpuhittingur, pizza, cosmopolitan, Sjallinn og kíkt á Vélsmiðjuna. Ég er ekki frá því að Vélsmiðjan hafi staðið sig betur en Sjallinn þetta kvöld (aftur, er að verða gömul?). Eftir nokkra dansa á hvorum stað, var svo stungið af heim, frekar snemma......

Nú eru bara tveir skóladagar eftir og svo verður brunað suður. Mér líður eins og ég sé að fara í jólafrí. En það er víst ekki alveg svo gott. Hlakka rosa til að koma til Reykjavíkur, en get þó viðurkennt að ég er komin með ansi mikið leið á niður- og upppakkningum!!!

Hér fyrir norðan er snjór, kalt og sleipt, semsagt kominn vetur!!

Sjáumst í REYKJAVÍK!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?