JaNei <$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, september 25, 2005

Með jólakveðju frá Akureyri
Ég held að norðlendingar séu eitthvað að ruglast í mánuðunum þessa dagana. Í mínum augum er allavega enn þá september en hérna er allt orðið hvítt af einhverju sem kallast snjór og á ekki að sjást nema um hávetur. Hvert fór haustið eiginlega? Já, hér er sem sagt búið að snjóa á fullu alla helgina og orðið frekar jólalegt um að lítast. Einhver var samt að ljúga því að mér að það ætti að fara að rigna á morgun og því gæti orðið ansi leiðinlegt gönguveður- fúlt.

Helgin. Föstudagurinn var rólegur. Matarboð og dvd-gláp. Laugardagur. Annað matarboð, pottur, nokkrir bjórar og singstar partý!!

Nú er stúlkan búin að vera hér í tvær vikur og finnst því tími til kominn að halda til Reykjavíkur. Þar af leiðandi er stefnan tekin á flugvöllinn á Akureyri seinnipart vikunnar og vonandi gerir stúlkan góða hluti þar á bæ!

Þangað til næst...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?