JaNei <$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, september 21, 2005

KLUKK
Ákvað að ljúka þessari klukk áskorun bara af, enjoy...

1. Ég er fædd í Reykjavík en bý núna í höfuðstað norðurlands, Akureyri. Og eftir að ég flutti hingað hef ég komist að þeirri staðreynd að ég er bara Reykvíkingur í húð og hár. Þótt Akureyri segist bjóða upp á öll lífsins gæði þá höfum við bekkjarsysturnar bara komist að því að það er ekki satt.

2. Ég ELSKA að ferðast. Og eftir að ég prófaði að ferðast um Mið-Ameríku vil ég helst bara fara á framandi staði. Búin að prófa Afríku, svo nú býð ég bara eftir tækifærum til að komast til Asíu eða Ástralíu. En mér finnst reyndar líka rosa gaman að fara í útilegur og sumarbústaði á Íslandinu okkar. Grill, tjald, bjór, gítar og söngur, helst smá rigning, gerist ekki betra. Svo eftir að ég flutti á Akureyri finnst mér frábært að ferðast til Reykjavíkur!!

3. Ég ELSKA að borða. Grillmatur, kjúklingur, fiskréttir, mömmumatur, ís, nachos, bland í poka, súkkulaði... hvert öðru betra!!

4. Ég held að ég HATI ekki margt. Erfði svokallaðan Pollýönnuleik frá henni móður minni og reyni því að sjá jákvæðu hliðarnar á flestu. Reyndar hata ég mikið þegar vekjaraklukkan mín hringir á morgnana. Hún á það bara til að hringja áður en að ég er búin að sofa nóg. Einnig hata ég að ryksuga. Ætla að fá einhvern annan til þess að sjá um það á mínu heimili. Ég hata líka þegar það rignir og ég þarf að labba í skólann, þá væri nú gott að hafa bílinn sinn!

5. Ég hef aldrei verið mikið fyrir það að horfa á sjónvarpið. En ef það er eitthvað sem ég má ekki missa af, þá er það ER og einnig voru FRIENDS alltaf á sjónvarpsdagskránni hjá mér þegar þeir voru og hétu. Nú er ég líka að þroskast og er farin að horfa á American Next Topmodels, Desperate Houswifes og LOST. Svo þetta er allt að koma hjá mér.


Hmm, nú er bara spurning hvern ég eigi að klukka.

Ég hugsa að ég klukki Steinunni mína, Unni Ylfu og svo er ég að hugsa um að plata Hagnaðinn til að segja okkur frá 5 staðreyndum um sjálfan sig!

Takk fyrir mig.


Latest days...
Jæja, er ekki kominn tími á smá update? Helgin liðin og stúlkan enn á Akureyri og stefnir hún á að vera hér í rúma viku í viðbót áður en haldið verður suður.

Helgin var ekki mjög viðburðarrík. Á föstudaginn hittumst við nokkrar pæjurnar, skelltum í okkur nokkrum bjórum og héldum á Stuðmannaball í Sjallanum. Það var bara hin ágæatasta skemmtun. Laugardaginn byrjaði af krafti þegar ég var dregin út að hlaupa um hádegi og fór svo í göngutúr niður í Hagkaup í góða veðrinu. En þá var dugnaðurinn líka búinn því restin af deginum fór í nammi- og pizzuát, dvd-gláp og leti. Very nice. Sunnudagur; ekkert merkilegt gert, nema jú, horfði á fyrst þáttinn af LOST.

Deginum í dag hef ég svo eytt í það að tala við FULLT af grunnskólabörnum, fræða þau um hvað iðjuþjálfun er og kenna þeim að bera skólatöskurnar sínar rétt. Þetta var áhugaverður dagur, en nú er ég alveg búin á því-börn eru orkusugur!! Á eftir verður svo haldið í Pennann til að vigta börn og skólatöskur og finna út hvort töskurnar þeirra séu of þungar. Sama dagskrá fyrir morgundaginn!! Já, þetta er það sem ég er að læra !!!

Belive it or not, þá er komið að sameignarþrifum enn eina ferðina,, trúi því ekki, finnst ég nýbúin að þrífa þessa sameign. En þessu verður að rumpa af fyrir helgina, hlýt að geta það.

Var að taka eftir því rétt í þessu að það er búið að KLUKKA MIG og það er eins gott að taka á því. En vegna tímaskorts og hugmyndaleisis í augnablikinu, verður það að bíða þangað til í næstu færslu!!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?