JaNei <$BlogRSDUrl$>

föstudagur, september 09, 2005

Jólin...
... jæja, snjórinn ákvað að festa ekki rætur hér í þetta skiptið og þetta fína veður kom bara í staðinn, sem við erum bara mjög sátt við, held ég. Fyrst að það er hætt að rigna, snjóa og vera kalt, ákvað stúlkan að nýta sér fríviku á Bjargi, og fór inn að hlaupa og lyfta í fyrsta skipti síðan í lok apríl (sem er bara nokkuð langur frítími frá ræktinni á Oddnýjar-mælikvarða!). Þessi líkamsræktarstöð er bara hin fínasta og stefnir stúlkan á að kaupa sér kort þarna eftir jólin!!

Í gær tókum við okkur til nokkrar stelpurnar í bekknum og skelltum okkur á Jólatónleika Hvanndalsbræðra. Já, ég fór á jólatónleika á Græna Hattinum þar sem allt var skreytt með jóladóti og seríum!! Þessir ágætu strákar hafa víst ekki tíma til að halda jólatónleikana í desember, svo þeir gera það bara í september! Þetta var bara hin besta skemmtun og ekki spillti fyrir að fá sér 1-2 bjóra með!!

Nú er stúlkan búin að vera hér norðan heiða í 5 nætur og finnst henni því tímabært að koma sér til Reykjavíkur og hita rúmið þar! Stefnan er að fljúga heim um hádegi í dag og vera fram á sunnudag. Planið er að vera besta systir þessa helgina og gera eitthvað fjörugt með brósanum en þau gömlu ætla að skella sér í jeppaferð (af því að þau eiga svo fínan jeppa...!!!). Reyndar missi ég af ROSA iðjudjammi hér meðan ég er í Reykjavík, en maður verður víst að leyfa foreldrunum að djamma endrum og eins!! Og eins og ég hef víst sagt áður, þá verður nú væntanlega ekkert gaman á Iðjudjamm fyrst ég verð ekki á staðnum....

En ég ætla að enda þessa færslu með tilvísun í Hvanndalsbræður, sem áttu marga góða brandara og lög í gær:

Lífið getur stundum verið erfitt...
...en maður kemst ekki af án þess...!!!

miðvikudagur, september 07, 2005

Vetur
Fyrsti snjór vetrarins féll í morgun... og hann fellur enn
Er þetta ekki full snemmt, ég bara spyr!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?