JaNei <$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, september 01, 2005

Latest news...
Jæja, er þá ekki kominn tími á uppfærlslu? Lífið að komast í sinn vanagang á Akureyrinni, stúlkan farin að hreyfa sig, þvo þvottinn sinn, kaupa í matinn, borða búst og hafragraut, blogga, og er orðin þvílíkt þurr á höndunum og vörunum (en þurrkur er stór aukaverkun þess að búa á norðulandinu!!). Herbergið mitt er líka að verða gestahæft, nú er daman meira segja komin með eigið klósett inn til sín og nú setur hún markið bara á eigið eldús næst þegar hún fer í eigið húsnæði.

Skólinn heldur áfram með látum, verkefni verkefni verkefni, og allt of margir fyrirlestrar! Einnig virðist Hlíðarfjallið ætla að bjóða upp á skíðafæri snemma þetta árið, þar sem snjórinn færist neðar og neðar í fjallið með hverjum deginum sem líður!

Annars ákvað stúlkan að það væri nú ekki hollt að vera nema svona viku á Akureyri í einu og því er hún komin til Borgarinnar núna og ætlar að stoppa fram á sunnudag. Ekki mikil plön, nema Franzinn á morgun og svo bara rólegheit!

Góða helgi

This page is powered by Blogger. Isn't yours?