JaNei <$BlogRSDUrl$>

föstudagur, ágúst 26, 2005

AKUREYRIS
Þá er daman mætt á Akureyri og komin í netsamband. Nú er hún búin að vera hér í 2 daga en lagt var af stað norður seinnipart miðvikudags eftir miklar niðurpakkningar og kveðjustundir. Það gerðist nú ekkert markvert á leiðinni hingað, ég sá óvenju marga löggubíla sem skiptu sér ekkert af mér og tvær Norðurleiðarútur sem virtust vera á tíma. Semsagt tíðindalaus ferð.

Þegar hingað var komið var byrjað á því að tæma bílinn og labba óteljandi ferðir upp og niður með töskur og poka (thank god að ég bý ekki á þriðju hæð!). Einnig var þörf á að tæma geymsluna og skila bílnum sem ég kom á. Nú er stúlkan sem sagt orðin fótgangandi aftur en það er ekki það skemmtilegasta þessa dagana þar sem hér er búið að vera rok og rigning og skítakuldi síðan ég kom. Það er meira að segja kominn snjór langleiðina niður Hlíðarfjallið.... er ekki örugglega ágúst enn þá, maður spyr sig?

Skólinn byrjaði í gær og má segja að hann hafi byrjað með trompi. Það er strax farið að dúndra á okkur verkefnum og eru skil á nokkrum á mánudag! Hressandi.

Farin að gera eitthvað af viti,, eða ekki...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?