JaNei <$BlogRSDUrl$>

laugardagur, ágúst 20, 2005

Helgarfrí-sumarfrí....
Þá er stúlkan loks komin í helgarfrí eftir að hafa unnið síðustu þrjár helgar. Og ekki nóg með að hún sé komin í helgarfrí, heldur er hún komin í sumarfrí líka! Ekki leiðinlegt það. Að vísu ekki langt sumarfrí því skólinn byrjar á fimmtudag, en frí er það samt. Daman endaði vinnuna á BSÍ með því að taka tvær "morgunvaktir" (veit nú samt ekki hvort það eigi að kalla þetta morgunvaktir þar sem þær byrja klukkan 4 á NÓTTUNNI), en þetta var bara ansi hressandi. Mér finnst samt hálf asnalegt að bjóða "góðan daginn" á þessum tíma sólarhringsins, en það er víst ekki hægt að bjóða "góða nótt"! Ég held að ég myndi ekki vilja taka svona morgunvaktir að mér í lengri tíma en það var fínt að prófa þetta!

Í gær var vinnunni svo slúttað með smá tjútti. Það var byrjað að fara í hestaferð hjá Íshestum og var mér úthlutað hesti sem var "nokkur garpur" þó svo ég væri nýbúin að tjá mig um það að ég kynni ekkert á hesta! Og af því að ég hef einungis tvisvar eða þrisvar farið á hestbak áður ákvað ég að fara með hópnum sem hafði "full control of the horse"..... Þegar líða tók á túrinn fann ég samt að ég hafði gjörsamlega enga stjórn á hestinum.... Hann gerði bara nákvæmlega það sem ferfætlingurinn á undan honum gerði og hlýddi engu sem ég bað hann um að gera!!! En ég lifði þennan túr af án þess að detta nokkurn tímann af baki og er bara nokkuð sátt við mig!!

Að lokinni hestaferð yfirgaf ég Kynnisferðaliðið og hélt í leikhús með foreldrunum og Gústanum. Við fórum að sjá Kaparett í Óperunni og mæli ég eindregið með þessari sýningu. Mjög góð. Eftir leikhúsið var vinnuliðið auðvitað farið að sakna mín og vildi endilega fá mig á Players þar sem allir voru samankomnir. Ég ákvað að kíkja þangað og tók gamla settið með mér (þar sem pabbi er nú gamall Kynnisferðastarfsmaður vildi hann ólmur koma með)!! Ég var nú að koma á Players í fyrsta skipti og ég held að ég sé nú ekkert æst í að fara þangað aftur. En þetta var samt ágætt. SAGA KLASS að spila og var alveg hægt að dansa við lögin þeirra. Stúlkan hélt samt snemma heim þetta kvöld sökum hausverkjar, vöðvabólgu og rasssæris, og kennir hún hrossaferðinni fyrr um daginn um það....

... í dag, um það bil 24 klst eftir umrædda hestaferð er stúlkan enn aum í skrokknum og telur hún að hestaferðir verði ekki á dagskránni á næstunni!!! En hún er á leið á SÁLARBALL í kvöld og vonast til að sjá sem flesta þar...

GÓÐA MENNINGARNÓTT

This page is powered by Blogger. Isn't yours?