JaNei <$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Vaktafrí!
Jæja, þá er ég loks komin í tveggja daga frí eftir 7 daga vinnutörn. Það er alltaf ljúft að eiga vaktafrí á virkum dögum, en líka álíka leiðinlegt að þurfa að vinna um helgar þegar flestir aðrir eru í fríi. Sérstaklega var það leiðinlegt um Verslunarmannahelgina sjálfa þegar ég var oftar en einu sinni minnt á það hversu mikið fjör var á Þjóðhátíð og einnig fékk ég að heyra hvað brekkusöngurinn hljómaði vel!! Takk fyrir það kæru vinir:)

En nú er stúlkan farin að plana djamm á laugardag og vonast til að eiga gott Reykjavíkurdjamm, sem verða nú með þeim síðustu áður en haldið verður norðan heiða til að stunda skólann. En þangað á að fara þann 24. ágúst næstkomandi og mun ég taka við heimsóknaróskum bráðlega!

Þangað til næst, farið vel með ykkur.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?