JaNei <$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júní 23, 2005

Ísland-best í heimi
Já, já, ég veit að ég er léleg að blogga, það er bara eitthvað við Reykjavík sem fær mig til að blogga ekki!!

En ég er semsagt komin heim frá Tanzaniu, heil á húfi og í skýjunum eftir þessa frábæru ferð. Hitti Hondúrasanna í London og tæmdi nokkrar búðir áður en ég hélt aftur heim til Íslands. Það var nú ósköp gott að komast heim og sofna í rúminu sínu, fara í heita sturtu, geta gengið að hreinum klósettum og svo framvegis!! En frábær ferð og ég á fullt af myndum og minjagripum sem ykkur er velkomið að koma og skoða!

Nú er maður bara farinn að vinna á fullu og líkar bara vel. Gaman að prófa að þjóna túristunum í stað þess að vera einn. Annars á bara að njóta sumarsins, ferðast þegar tækifærin gefast og djamma svolítið. Fór í útilegu um síðustu helgi með Frændanum og fleirum og var það svaka stuð enda fádæma skemmtileg fjölskylda þar á ferð.

En vinnan kallar..
Later..

This page is powered by Blogger. Isn't yours?