JaNei <$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Gleðilegt sumar allir saman!!
... og takk fyrir veturinn.

Nú fyrst sumarið er komið er tilvalið að fara að tala um sumarfrí. Eins og ég hef kannski minnst á áður ætla ég að halda á vit ævintýranna í vor og flýja til Afríku í tæpan mánuð. Nú er allt að verða klárt fyrir ferðina;

Stefnt er á að byrja ferðina á eyju sem heitir Zanizibar og dvelja þar í nokkra daga. Spurning um að gista hér, fara á þessa strönd, drekka bjór, snorka og njóta lífsins.

Svo er meiningin að fara til Arusha og fara í nokkurra daga safari þaðan og skoða viltu dýrin.

Annars er þetta að mestu óráðið. Það er bara svo gaman að skipuleggja ferðalag þegar maður á að vera að gera eitthvað annað eins og að læra. Svo er bara að vona að maður sleppi við helstu magapestir og skordýrabit. En maður hefur svosum lifað annað eins af !!

En ég vona að þið njótið sumarsins :)


þriðjudagur, apríl 19, 2005

Sumarkvöld
....sumarið er komið hér á Akureyri. Allavega í dag. Og það er best að njóta þess meðan það varir. Því ætla ég að plata Kleinuna á smá motorhjólarúnt og enda svo í pottinum!
Maður verður nú að fagna því að það eru bara 3 vikur í SUMARFRÍ :)
OVER AND OUT

This page is powered by Blogger. Isn't yours?