JaNei <$BlogRSDUrl$>

laugardagur, apríl 16, 2005

Ég lifði af....
...jájá, ég lifði sameignarþrif alveg af, þau gengu bara nokkuð vel. En það sem meira er, að ég lifði af motorhjólaferð um Akureyrina!! Já, stúlkan tók áhættu um daginn og ákvað að skella sér aftan á motorhjól Kleinunnar og taka sénsinn á að driverinn myndi ekki prjóna. Það gerði hann ekki og þetta var hin mesta skemmtun. Ég bíð spennt eftir næsta rúnti. Hér er sko hugsað um alla í fjölskyldunni og er til auka hjálmur og motorhjólajakki sem stúlkan fær að nota við góð tækifæri!
Og Kleinan er bara hinn besti bílstjóri. Og ég heyrði þess getið að ég væri hinn besti farþegi!
Er spurning að fara að redda sér motorhjóli??

þriðjudagur, apríl 12, 2005

NEEEIIIIIII......
... það er komið að því: helv.. sameignin :( Ég sem hélt að ég ætti ekki að þrífa hana fyrr en í næstu viku, svo er bara búið að breyta planinu og það er komið að mér. Ohh, þetta er svo leiðinlegt. Ég ætla aldrei að flytja í blokk...

Áhugasamir um þrif (og að hitta mig) eru velkomnir í heimsókn um næstu helgi! Hver veit nema ég bjóði hinum heppna í mat að launum!

mánudagur, apríl 11, 2005

BACK TO THE NORTH...
Jæja, þá er maður kominn norður í snjóinn. Það er reyndar ekki mikið af honum, en snjór samt! Síðasta helgin í Reykjavíkinni var ósköp ljúf. Kláraði vettvangsnámið á föstudaginn og stóðst það- einn áfangi búinn! Fagnaði því auðvitað með djammi um kvöldið en tók því svo bara rólega á laugardaginn. Fékk boð í kvöldmat og var dýrindis kvöldmatur í boðinu! Skrapp svo í bíó og sá frekar lélega mynd. Myndin var á kvikmyndahátíðinni og var sænsk og hef ég aldrei séð jafn marga labba út fyrir hlé og á þessari mynd. Javla film! Ég lærði allavega fullt af nýjum sænskum orðum þetta kvöld (frekar ósmekklegum orðum).
En nú taka við þrjár vikur af skóla en samt ekki nema átta dagar eða svo. Þess á milli verður svo reynt að klára eins og þrjú verkefni, lesa fyrir próf og kannski glugga í bækur um Tanzaniu. Það styttist jú óðum...
Go natt allesammen

This page is powered by Blogger. Isn't yours?