JaNei <$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

DA VINCI
Ég var að ljúka við Da Vinci lykilinn, heilar 480 bls, en ég gat klárað hana ! Snilldarbók, ég lifði mig svo mikið inn í hana að mig var meira segja farið að dreyma hana! En nú ætti ég kannski að fara að geta byrjað á lærdómnum, það hefur semsagt ekki mikið farið fyrir honum lately....

Svo er það höfuðborgin um helgina. Vísindaferð með skólanum; Barnaspítali Hringsins, Líffærasafnið, Hjálpartækjamiðstöðin, dekur í Laugum, út að borða og djamm !! Gæti orðið hörkustuð.

Svo var ég að uppgötva að Bolludagurinn er fljótlega, ætli maður komist í bollukaffi einhversstaðar í Reykjavíkinni.... það væri ekki leiðinlegt :)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?