JaNei <$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, janúar 20, 2005

BLOGG...
Jæja, fyrst að ættingjarnir eru farnir að hóta manni, mamma greyið hefur ekkert að gera í vinnunni og vinirnir halda að ég kunni ekki lengur á tölvuna mína er best að blogga svolítið ;)

Ég er semsagt komin aftur á Norðurpólinn eftir rosa gott jólafrí þar sem var auðvitað borðað fullt af góðum mat, opnaðir flottir pakkar og jólakort, hitt vinina, gæsað og farið í brúðkaup, unnið þess á milli og skroppið erlendis að heimsækja skemmtilegt fólk, og er ég bara sátt við að vera komin á Eyrina aftur. Hér er auðvitað ALLT Á KAFI í snjó og dreif mín sig loksins upp í þetta fræga fjall hér fyrir ofan og eftir að hafa farið nokkrar ferðir á skíðum niður brekkuna þýddi ekkert annað en að prófa snjóbrettið....

... og það gekk bara nokkuð vel. Ég datt auðvitað "nokkrum sinnum" en það tilheyrir jú bara og eftir tvo heila daga á hausnum var ég orðin nokkuð öflug í því að beygja í báðar áttir og stoppa mig! MAGNAÐ FJÖR :)

Skólinn er víst byrjaður en það fer ekki mikið fyrir honum hjá mér. Ótrúlegt hvað maður er alltaf lengi að koma sér í gang eftir fríin. Ég er nú samt búin að vera í mjög skemmtilegum tímum sem ganga út á það að dansa, klippa, lita, líma, fara í leiki og annað skemmtilegt ! Vona að þetta haldi áfram svona! Félagslífið er líka farið í gang; Hlíðarfjall, kaffihús og grímupartý þar sem ég fékk loks að fara í dimmisjónbúninginn minn og fá að vera górilla aftur; mæli með því !!

En það er víst best að fara að þrífa þetta herbergi mitt, mætti halda að skúringakonan hefði ekkert mætt hingað um jólin....

Over and out..

This page is powered by Blogger. Isn't yours?