JaNei <$BlogRSDUrl$>

mánudagur, nóvember 29, 2004

Próf
Já, það er greinilegt að það eru komin próf, því nú nenni ég að blogga!!

Mér var bent á bloggsíðu um daginn hjá Ferðalangi nokkrum sem var að ferðast á sömu slóðum og ég þegar ég var í Mið Ameríku. Þar fann ég svo margar myndir sem ég kannaðist við og þar sem ég var ekki með digital myndavél þegar ég var úti ákvað ég bara að fá nokkrar myndir lánaðar og sýna ykkur; betra er seint en aldrei ekki satt ?? ENJOY...

Um páskana (2003) fór ég með nokkrum félögum frá Hondúras yfir til El Salvador og þar vorum við á hóteli sem var alveg við sjóinn og öldurnar þar voru nokkuð magnaðar. Þetta var mjög vinsæl "SÖRF"-strönd en við vitleysingarnir lékum okkur mest í því að drukkna í sjónum!!
Hér eyddi ég hluta páskafrísins í góðra vina hópi.
Þetta er mjög gott dæmi um hótelherbergin sem ég svaf venjulega í þegar ég var á ferðlagi í Mið Ameríku !! Ekki mjög kósý, en kostaði nú bara 200-300ísl kr nóttin!!

Þetta var mjöööög algeng sjón fyrir utan allar verslanir, bakarí, videoleigur og ég tala nú ekki um banka!! Þessir gaurar litu nú samt flestir út fyrir að vera mjög viðkunnalegir !!

Svona var þetta oftast; það var setið allstaðar í rútunum (og staðið)!!!

Svona var aðstaðan til að þvo þvottinn minn og leirtauið... upp úr köldu vatni !!
Eitt sinn tókum við okkur nokkur til og fórum í vikuferð á eyju sem er rétt utan við Hondúras; Utila. Það er mjög frægur staður til að kafa á, og nýttu sumir sér tækifærið og lærðu köfun. En ég og fleiri létum okkur nægja að snorka og sáum til þess að það væri alltaf til nægur bjór!!! Utila er ekkert smá falleg eyja og er ekkert í samanburði við neitt annað í Hondúras.

Þegar Eva kom í heimsókn til mín tókum við svolítið trip um Hondúras og Guatemala og skoðuðum meðal annars þessar rústir í Hondúras! Mjög flottar !!

Svo fórum við yfir til Guatemala og skoðum enn magnaðri rústir í Tikal. Þetta var enn stærra og flottara en í Copán Ruinas í Hondúras.

Til að komast yfir til Livingstone sigldum við yfir Rio Dulce. Ekkert smá flott á og rosa kósý sigling þegar við loksins komumst um borð, en það var alltaf verið að bíða eftir því að það kæmu nógu margir farþegar svo við kæmumst af stað!!

Jæja, segi þetta gott í bili!!
Það gæti tekið svolítinn tíma fyrir myndirnar að birtast, en þið verðið bara að vera þolinmóð!!
Bueno Notches :)

sunnudagur, nóvember 28, 2004

FYRSTI Í AÐVENTU
Nú er maður kominn í upplestrarfrí og reynir að rembast við að læra fyrir fyrsta prófið, LÍFFÆRAFRÆÐI, og ég er bara strax komin með ógeð á þessum prófum (og prófin ekki byrjuð). Þetta er ekki gott... !!!

En í tilefni þess að það er fyrsti í aðventu í dag (og ég á ekkert aðventuljós) ætlum við stelpurnar í bekknum að hittast í kvöld og halda upp á LITLU JÓLIN!! Búið er að skipa í ráðanefnd sem sjá um mat og drykk og þarf ég því bara að mæta í fínu fötunum mínum á slaginu sjö, með lítinn pakka og vera tilbúin að eta á mig gat!! Svona á þetta að vera :)

GLEÐILEGA AÐVENTU !!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?