JaNei <$BlogRSDUrl$>

föstudagur, nóvember 19, 2004

Þrýstingur
Jæja, ég hef ákveðið á láta undan þrýstingi... (og verð víst að standa við gefin loforð).. svo hér kemur blogg dagsins.

Í síðustu viku var lært, lært, lært og aftur lært. Og á endanum tókst mér að skila öllum verkefnum annarinnar og í leiðinni að klára einn kúrs sem þýðir að ég er komin með 4 einingar, til hamingju ég !!! Nú á ég "bara" eftir að semja einn fyrirlestur um "aldraða í heimahúsum á Akureyri og þá þjónustu sem þeir eru að fá" og flytja hann, en það verður gert í næstu viku. Þá er skólinn búinn og "bara" prófin eftir. Þau eru 4 í ár; fyrsta prófið þann 6. des og síðasta 17. des. Sem þýðir að eftir einn mánuð verð ég komin í jólafrí og heim til Reykjavíkur :):):)

Ég tel mig búin að gera góðverk ársins, þar sem ég fann GSM-síma liggjandi út í snjónum í gær. Ég tók hann með mér heim, hlýjaði honum og beið eftir því að eigandinn vitjaði hans. Hann er nú búinn að gera það og á ég von á ungri dömu að sækja símann sinn í dag.

Svo er bara að fara búa sig undir kvöldið þar sem mín bíður matur, IDOL, bjór og heitur pottur. Hver veit nema maður velti sér svolítið upp úr snjónum í kvöld...

GÓÐA HELGI OG NJÓTIÐ VEL

This page is powered by Blogger. Isn't yours?