JaNei <$BlogRSDUrl$>

laugardagur, nóvember 06, 2004

VETUR, SUMAR, VOR EÐA HAUST?
Já, ég veit eiginlega ekki hvaða árstíð er hér fyrir norðan, það er búið að vera svo fáránlegt veður undanfarið. Snjórinn hvarf hér í byrjun vikunnar, svo byrjaði að snjóa á fimmtudaginn. Og orðið alhvítt þá um kvöldið. Í gær var hann smám saman að hverfa.. og í dag var bara komið sumar; 16 stiga hiti og læti!! Hvernig ætli þetta verði á morgun??

Annars þá er ég bara að drukkna í skólanum. Mætti halda að það væri verið að refsa okkur fyrir "frí"-vikuna um daginn. Í síðustu viku var þrem verkefnum skilað og í næstu viku á að skila tveimur verkefnum og tveimur fyrirlestrum. Í þarnæstu viku á svo að skila 2 verkefnum. Illa gert af þessum kennurum að koma með þetta allt á sama tíma.

Er farin að safna orku...

sunnudagur, október 31, 2004

Endalaus afmæli og barneignir!
Hún Vala mín á afmæli í dag; TIL HAMINGJU! Þessum merkisatburði var fagnað um síðustu helgi og var mín auðvitað mætt á svæðið í góðum gír. Nú þarf ég bara að fara að taka mig á í FRIENDS-áhorfi svo ég geti unnið spilið sem ég gaf þeim skötuhjúum í afmælisgjöf !!

Ég hef bara ekki undan að blogga um barneignir, en á föstudaginn var eignaðist Soffía Lyngásskvísa litla "Dísu" sem er búin að fá nafnið Saga Guðrún. Það var svo mikið rætt um hana "Dísu" á Lyngási í sumar að ég bara verð að drífa mig í heimsókn við fyrsta tækifæri! Til hamingju :)

DJÖSSINS BLOGGER.COM
ohh, hvað ég hata þetta rugl... Var búin að skrifa rosa fína færslu og svo hverfur hún bara... arg. Og þetta er ekki í fyrsta sinn sem það gerist.
Nenni ekki að blogga aftur... alveg strax.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?