JaNei <$BlogRSDUrl$>

föstudagur, október 15, 2004

Föstudagur
Jæja, þá er kominn föstudagur og ekkert merkilegt búið að gerast í mínu lífi þessa vikuna þar sem ég er mest búin að liggja veik. Ekki gaman. En það þýddi ekkert annað en að láta sér batna í dag þar sem Reykjavíkin kallar!!!

SAMEIGNIN er búin. En sá léttir. Rumpaði þessu af á tæpum einum og hálfum tíma með góðri hjálp frá Sálinni hans Jóns míns. Ég er búin að komast að því að ég ætla aldrei að flytja í blokk. ALDREI !

Svo á bara að halda heimleiðis í kvöld. Get ekki beðið. Og það er margt sem ég ætla að bralla þessa 10 daga. Á dagskránni er meðal annars

Já, ég man ekki eftir miklu meiru. Ég ætti að ná að afreka þetta ef ég sleppi því að sofa og borða. Annars kemur það bara í ljós hvernig þessi vika fer; engin plön !

Sjáumst í Reykjavík.


þriðjudagur, október 12, 2004

Sameign
Úff, það er komi að því; þrif á "%$#"%" sameigninni. Eitthvað sem ég er búin að kvíða fyrir síðan ég flutti inn. Þessi þrif eru bara óútskýranlega leiðinleg.
- Í kvöld þarf ég að skipta um ruslapoka og binda fyrir þá fullu
- Á morgun þarf ég að þrífa ruslageymsluna með heitu vatni og hreinsiefni.
Svo á föstudaginn þarf að...
-Ryksuga stiga, stigapalla, ganga og sjónvarpsherbergi
-Þrífa gler á göngum og í forstofu
-Þrífa skóhillur
-Þurrka úr gluggakistum og þurrka af í sjónvarpsherbergi
-Skúra þvottahús, þurrka af þar inni og skipta um ruslapoka
-Skúra forstofugólf, ganga á jarðhæð og þurrkherbergið og
þvo gólftuskur eftir notkun

HJÁÁÁÁLP... !!!
En það jákvæða er, að eftir þessi leiðinlegu þrif, fer ég beint heim í dekrið til mömmu og pabba :) Og verð þar í heila tíu daga!!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?