JaNei <$BlogRSDUrl$>

laugardagur, október 02, 2004

Sprellmót
Í beinu framhaldi af verklegum tíma var dressað sig upp í búninga og farið aftur upp í skóla þar sem heilbrigðisdeildin hittist, æfði röddina með öskrum og lögum og var svo rölt í fylkingu niður á Ráðhústorg. Þar voru allar deildir Háskólans saman komnar í mismunandi skrautlegum búningum og öskruðu og kölluðu hver að annarri ! Fyrsta grein á SPRELLMÓTI Háskólans var hafin; hvatningarkeppnin!!
Eftir að vakið ágæta athygli hins almenna Akureyrings (sem margir flyktust út eða út í glugga að fylgjast með herlegheitunum) var farið með rútu inní Þelamörk og þar hófst keppni í hinum ýmsu útgáfum af íþróttagreinum; skotaboðhlaup, foozball, limbó, átkeppni og fleira skemmtilegt, og var sprellað fram eftir degi.
Um kvöldið var IDOL-partý og svo haldið á Sjallann þar sem Páll Óskar hélt uppi stuðinu fram eftir morgni. Og hann hélt sko uppi stuðinu :) Djö.. dansaði ég mikið !! Hann er snillingur maðurinn !!
Í dag hef ég svo mest lítið gert og stefni á sófann og tv í kvöld, þar sem ég er frekar búin á því eftir 15 tíma djamm í gær.. samt ekkert þunn ;)

Ef ykkur langar að sjá lögin sem við sungum "fyrir" hinar deildirnar má sjá textana hér og það koma vonandi myndir þar inn líka !

Verklegt
Það var annar verklegur tími í Iðju í gær þar sem við vorum meðal annars að prófa okkur áfram í eldamennskunni verandi með alls konar fatlanir; eins og sjónskerðingu á háu stigi, einhentar, í hjólastólum og fleira ! Þetta tókst ótrúlega vel en asskoti er erfitt að brjóta egg og smyrja brauð og mega bara nota eina hendi, eða fara ofan í baðkar úr hjólastól og vera "lamaður"! Einnig fengum við að prófa að vera blindar og láta mata okkur, það er ekkert smá óþægilegt, maður veit ekkert hvað maður fær upp í sig !!

Allt að gerast
Sofia og Markús komin upp á spítala svo nú bíð ég spennt eftir símtali um að ég sé orðin stóra frænka !!

fimmtudagur, september 30, 2004

Afmæli og barneignir
Hún amma mín Esther á afmæli í dag og vil ég nýta tækifærið og óska henni innilega til hamingju með daginn ! Ég kemst auðvitað ekki í kökuboðið í kvöld en bið bara að heilsa öllum sem verða á svæðinu :)
Svo vil ég líka óska Brynju badmintongæru og fjölskyldu til hamingju með nýjasta fjölskyldumeðliminn, en það fæddist lítil prinsessa þar á bæ á laugardaginn var ! Og Skúli badmintongaur var einnig að verða pabbi, til hamingju !! Það er bara allt að gerast !!! Nú bíð ég bara spennt eftir að verða stóra frænka því að von er á litlum erfingja í Sverige !!

þriðjudagur, september 28, 2004

Linkar
Er búin að bæta inn nokkrum nýjum linkum, og henda lélegum bloggara út !!


This page is powered by Blogger. Isn't yours?