JaNei <$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, ágúst 12, 2004

ÞJÓÐHÁTÍÐ
...í Vestmannaeyjum var eintóm snilld :) Að vísu svolítið vont í sjóinn á leið úteftir en eftir það bara hið fínasta veður (sem segir manni að taka ekki of mikið mark á veðurspánni !!). Ég bara gat varla notað öll hlýju fötin sem ég hafði tekið með mér !!Svo var helgin bara gleðigleðigleði; hvítu tjöldin, grillveislur, mojito-bollur, flugeldasýning, brekkusöngur, Egó, brennan, fullt af skemmtilegu fólki og brjálað stuð!!
SJÁUMST AÐ ÁRI

HITABYLGJA
Vá, það er búið að vera heitt þessa vikuna. Það er heitt þegar ég fer út á morgnana kl 6.30 til að fara í world class (já mín að þykjast vera dugleg) og það er ennþá heitt þegar ég fer heim úr vinnunni á miðnæti. Og þess á milli er bara stekjandi hiti !!!! Í vinnunni höfum við notað tímann til að fara í göngutúra (þótt það hafi oft verið of heitt), sóla okkur á pallinum og í dag skruppum við á Árbæjarsafnið. Langt síðan maður hefur farið þangað.

Í dag skrapp ég svo í Laugardalslaug (ásamt um það bil helming Reykvíkinga) og það var bara stemming þar !! Fólk að sóla sig út um allt, tónlist hljómaði um svæðið og World class hafði fært hlaupabretti og lyftingartæki út svo fólk gæti æft undir berum himni !!!

Í kvöld ætlum við Lyngáspæjur svo að hittast og grilla okkur eitthvað gott :)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?