JaNei <$BlogRSDUrl$>

mánudagur, júlí 05, 2004

Fjörið hélt áfram í gærkvöldi því að fljótlega eftir að komið var heim til Reykjavíkur var haldið upp í Grafarvog á tónleika. Þetta voru rosa flottir tónleikar og stóðu Metallica menn sig bara feikna vel. Ég held samt að ég hafi sjaldan upplifað jafn mikinn hita og svita á eina og sama staðnum, og í lokinn var farið að rigna svitadropum úr loftinu!!
Ég verð nú samt að segja það að mér finnst nokkuð lélegt að hafa stafsetningarvillu á tónleikamiðum sem dreift er til 18.000 manns; EGILSLHÖLLIN 4.JÚLÍ 2004 !!

Þá er fyrsta helgin í júlí liðin og heppnaðist hún mjög vel!
Eldsnemma á laugardagsmorgun héldum við af stað í rútu austur á Skóga og var þaðan arkað af stað yfir Fimmvörðuhálsinn !! Ferðin gekk vel þrátt fyrir smá þoku og var mín tæpa átta tíma að labba þessa 22km og tel ég það bara nokkuð gott !!! Þórsmörk tók svo á móti okkur með sól og blíðu og um kvöldið var grillað, sungið, spilað á gítar og skemmt sér. Jarlaskáldið var að sjálfsögðu á staðnum og var minn í rokna góðum fíling :)

Í gær var vaknað í grenjandi rigningu og þrátt fyrir smá þreytu þýddi ekkert annað en að henda tjaldinu saman og drífa sig til borgarinnar!! Það mætti nú halda að maður væri fæddur í svona gönguferðir því að harðsperrurnar eru ekki enn farnar að láta sjá sig, en kroppurinn er nú samt svolítið aumur, eins og hann sé "lurkum laminn" !!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?