JaNei <$BlogRSDUrl$>

föstudagur, maí 14, 2004

Bööööömmmmeeerrr.... Loksins þegar maður hefur tíma til að líta uppúr skólabókunum, fatta ég að ég hef misst af heilli fermingu... :/ Og meira að segja tvöfaldri!! Ég er miður mín. En vil bara nota tækifærið og biðjast afsökunar um leið og ég óska Söru Liv og Grétari Braga til hamingju með daginn um daginn!!

Loksins loksins loksins er þessari prófatörn lokið :) Og ég sem hélt að henni myndi aaaldrei ljúka!! Nú er ég búin að þrífa herbergið mitt hátt og lágt og bíð spennt eftir foreldrum mínum en þau eru á leiðinni hingað norður til þess að sækja mig.. og á morgun kem ég heim :):) Já, á morgun er ég að fara í tíunda skiptið yfir Öxnadalsheiðina, gegnum Vatnskarðið, yfir Holtavöruheiðina og í gegnum Göngin á þessari önn.... og geri aðrir betur !! Segið svo að ég hafi ekki lært neitt í landafræði !!!
Eeeeen á meðan ég bíð eftir að foreldrar mínir komi ætla ég að skella mér á djammið og halda uppá daginn:):)

miðvikudagur, maí 12, 2004

EITT PRÓF EFTIR... sem er samt einu prófi of mikið. Ég er ekki að nenna þessu lengur. Kláraði hreyfingarfræðina í dag og fékk í kjölfar hennar að vita fyrstu einkunina mína og hún hljómaði vel!
FRÓÐLEIKSMOLI DAGSINS: heilinn byrjar að minnka strax eftir tvítugt og það fer að hægja á taugaboðum eftir þrítugt !!

mánudagur, maí 10, 2004

Jæja, þá er maraþon-læruhelgi lokið og enn eitt prófið búið. Í dag fræddi ég kennarann minn um starfsemi líkamans á tæpum 10 blaðsíðum og vonandi tekur hann eitthvað mark á mér og gefur mér 50 stig, eða svo.
Vissuð þið til dæmis að þið komist á REM-svefnstig um það bil hálftíma eftir að þið sofnið og þá er nær ómögulegt að vekja ykkur.... Spurning hvort sumir séu bara alltaf á þessu stigi!!??!!
En hreyfingarfræðin bíður...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?