JaNei <$BlogRSDUrl$>

laugardagur, maí 08, 2004

Ég á afmæli eftir mánuð, bara svo þið gleymið því ekki :)

föstudagur, maí 07, 2004

Próf númer tvö búið..and that´s all I have to say about that...

Og ég er ekki enn byrjuð að læra fyrir næsta próf, sem er ekki gott! Var hins vegar dugleg í dag og þvoði gardínurnar mínar. Nei, þetta er ekki eitthvað sem ég geri vikulega, en þar sem ég er að fara að yfirgefa herbergið mitt bráðlega er ég skyldug til að þrífa það hátt og lágt. Og já, ég er að koma heim næsta laugardag, 15. maí, og bíð spennt eftir góðu Eurovisiondjammi !!!

þriðjudagur, maí 04, 2004

Bíddu, er ég ekki örugglega að læra fyrir VORprófin en ekki JÓLAprófin??? Þegar ég lít út um gluggann fer ég frekar að hugsa um jólagjafirnar heldur en sumarvinnuna!!! Hver bað um þetta veður?? Ég er viss um að skíðavitleysingarnir hér norðan heiða standa fyrir þessum snjó !!!

Anyway, búin með fyrsta prófið. Ég lét það nú vera að reikna út líkindi þess að ég myndi ná því, en vona það besta :) Og nú þýðir víst lítið annað en að hella sér í anatómínuna... lífið er eintóm gleði :)

sunnudagur, maí 02, 2004

Akureyri tekur á móti Maí-mánuði með snjókomu og kulda. Það finnst mér ekki gaman. Jafnvel þótt að ég eigi bara að vera inni hjá mér að læra!
Nú eru bara tveir dagar í fyrsta próf, tölfræðina. Ég get nú ekki sagt að ég hafi verið að springa úr dugnaði síðustu daga, en vonandi nóg til að ná þessu prófi!! Óskið mér góðs gengis :)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?