JaNei <$BlogRSDUrl$>

laugardagur, apríl 24, 2004

Pabbi kallinn á afmæli í dag og óska ég honum innilega til hamingju með daginn. Verst að vera ekki heima núna og fá góðar kökur að borða :)

fimmtudagur, apríl 22, 2004

GLEÐILEGT SUMAR :)

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Fyrsti skóladagur eftir páska búinn, og skólinn svosum næstum búinn aftur, bara einn tími eftir sem er næsta þriðjudag!! Maður er að komast svona hægt og hægt inn í skólann aftur (þetta tekur allt sinn tíma). Í gær var verið að prenta út og raða í möppur og í dag var aðeins skroppið í skólann og svo rétt kíkt í bækur í kvöld (hafði nú ekki mikið úthald í það). Og auðvitað þurfti maður smá siestu um eittleytið; sofa smá til að safna orku !!

Nú eru nákvæmlega tvær vikur í fyrsta prófið; $#%&$ tölfræðin, svo það er kannski best að fara að byrja á henni fljótlega :/

sunnudagur, apríl 18, 2004

Jæja, jæja, jæja, þá held ég að páskafríinu mínu sé svona um það bil að ljúka og mánuður skóla, lærdóms og prófa tekur nú við. Og ég er búin að hafa það svo ofurgott að ég veit ekki hvernig ég á að fara að því að fara að vakna aftur við vekjaraklukku, lesa skólabækur og spara pening!!!

Páskarnir á Spáni rosa nice, veðrið nú ekki gott en hverjum er ekki sama!!??!! Það var bara notið lífsins og borðaður góður matur, drukkinn bjór og sangria, verslað í H&M og haft það gott :):) Ekki slæmt...!! Allavega langaði mig ekkert heim í lærdóminn, verkefnavinnu, fermingarundirbúining og íslenska stressið!!


Sunnudaginn 14. apríl 1996, nákvæmlega viku eftir páskadag, var fermingardagurinn minn. Í dag, átta árum seinna er litli bróðir að fermast. Tíminn líður... :)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?