JaNei <$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, mars 25, 2004

Kominn tími á blogg kannski??
Það er bara ekki svo mikið að gerast þessa dagana. Bara skóli skóli skóli..og svo æfingar og þess háttar þess á milli!! Skóli alla daga vikunnar þessa vikuna, það hefur nú bara ekki gerst síðan ég var í Menntó...longlong time ago!! Er nú búin að skila af mér tveim ritgerðum og á bara eitt skilaverkefni eftir fyrir páska. Rosa léttir að henda þessum verkefnum í kennarana... !!
Nú er einn kúrs búinn á þessari önn, líffærafræðin. Það er svosum ágætt. En það minnir mann líka á að skólanum er að ljúka. Og það sem minnir mann enn meira á hvað það er lítið eftir af skólanum, eru drög að próftöflu. Hún lítur svosum ágætlega út, samkvæmt henni byrja ég 4. maí og er búin 14. maí (næ Eurovisiondjamminu!!!). Endanleg tafla kemur svo 5. apríl, þannig að maður fær "skemmtilegt veganesti" í páskafríið.... !!

mánudagur, mars 22, 2004

Hann Hafsteinn Þór "litli" á afmæli í dag! Hann er orðinn 7 ára drengurinn, svo ég verð nú að hætta að kalla hann Hafstein litla!!! :) Ég fór í afmæli til hans á laugardaginn og fékk svoooo góðar veitingar. Ég þakka hér með pent fyrir mig og óska stóra frænda til hamingju með daginn :)

sunnudagur, mars 21, 2004

Jæja, þá er maður kominn aftur norður og það mætti bara halda að maður væri kominn í annan heimshluta, já eða á annan árstíma, því hér er fullt af snjó, hálka og kalt....!!
En það var rosa gaman í Reykjavíkinni, eins og alltaf. Fékk besta mömmumat í heimi, fór í kaffihúsaferð og Vesturbæjar-ísbíltúr, heimsótti litlu strákana mína (hennar Völu) og kíkti aðeins við í Smáralindinni :):) Hafði það semsagt rosa, rosa gott og er strax farin að hlakka til að fara suður næst..... !!!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?