JaNei <$BlogRSDUrl$>

laugardagur, mars 06, 2004

Ég var að eignast lítinn "frænda"; Vala og Jökull voru að eignast lítinn prins kl 8.30 í morgun, 12 merkur og 50 cm (held ég)!! Hann er auðvitað ekkert skyldur mér, en þar sem að ég hef alltaf átt svona eins og eina tá í bróður hans, þá hlýt ég að mega eigna mér smá hlut í þeim litla líka !! Til hamingju elskurnar, nú hef ég góða afsökun til að fara heim og skoða drenginn :):)

föstudagur, mars 05, 2004

Þegar að ástkær móðir manns er farin að rífa sig yfir því að maður skrifi ekkert hér, er eins gott að fara og gera eitthvað í því. Segið svo að ég hlýði ekki alltaf.... :)
Hmmm, hvað er að frétta?? Háskólinn bauð í bíó á miðvikudaginn á "SOMETHING´S GOTTA GIVE"...og ég verð nú að segja að ég varð fyrir vonbrigðum :/ Bjóst við betri mynd. Hún var svosum okei.... en bara alltof LAAAAAAANGdregin... !!!
Eftir bíó fór ég heim til Hrafnhildar og fengum við okkur brauð og pasta í kvöldmat... sem er nú kannski ekki í frásögur færandi... nema það að það var PENSLAHÁR í brauðinu mínu... ojjjj :( Ég er nú ekki viðkvæm manneskja, en þetta finnst mér ÓGEÐ!!! Allavega, ég sleppti því bara að éta brauðið og svo hringdi Hrafnhildur í gær í brauðfyrirtækið og lét vita af þessu. Og við máttum fara út í bakarí og kaupa það sem við vildum með kaffinu,, ekki leiðinlegt það!!
Á morgun er árshátíð skólans. Vegna fjárskorts á mínu heimili ætla ég ekki í matinn, bara á ballið. Sjálfir PAPARNIR að spila, svo það ætti ekki að verða leiðinlegt... :)
Vonast ég til að sjá sem flesta á ballinu; heyrst hefur að fólk ætli að koma alla leið frá Blönduósi, og ég vonast enn til að fá skemmtikrafta úr Reykjavíkinni..... engin pressa samt !!!!

þriðjudagur, mars 02, 2004

Annars hafði ég það auðvitað rosalega gott heima hjá mömmu og pabba, eins og alltaf! Fínt að slappa aðeins af í faðmi fjölskyldunnar, hitta vinina, djamma aðeins í miðborg Reykjavíkur og rífast svolítið í Ara Viðari... það fylgir nú!!

RAGNHEIÐUR pæja á afmæli í dag, orðin 22ja ára... held ég!! Hún er núna stödd í Danaveldi þar sem að hún leggur stund á læknanám og skemmtir sér, ...veit ekki hvort hún gerir meira af !!! En ég vil allavega óska henni til hamingju með daginn :)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?