JaNei <$BlogRSDUrl$>

laugardagur, febrúar 21, 2004

Ojjjj, það er farið að snjóa aftur... ekki það að ég sé neitt á móti snjó... en mig er farið að langa í sumarið!! Hjólaði á æfingu í morgun, og þegar ég kom heim var mér kalt og ég var blaut og öll í snjó.. ekki gaman. Ætli maður leggi ekki hjólinu aftur, dragi frekar fram skíðin :)
Annars ekkert að frétta, eldaði með Hrafnhildi í gær og horfðum á FRIENDS, þeir eru snillingar, og fór svo snemma í háttinn !!

föstudagur, febrúar 20, 2004

Alltaf að bæta inn nýjum linkum, er orðin svo klár að geta gert þetta sjálf :)

Já, það er eins gott að ég fór að hrósa þessu vori. Ég mátti ekki gera annað en að hugsa um að fara í kvartbuxurnar mínar, "því að það var orðið svo hlýtt", að þá fór bara að snjóa aftur og kólna.... þetta land, það er spurning um að fara að koma sér héðan, ég sver það!! En annars mjög fallegt veður á svæðinu, maður ætti ekki að kvarta :)
Og það er komin helgi, hversu ljúft er það? Svosum engin plön um helgina, átti kannski von á gestum að sunnan, en veit ekki hvort þau koma. Sjáum bara til. Góða helgi allessammen.

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Vá, það er komið svo mikið vor hér, að ég gat bara farið hjólandi á æfingu í morgun, langt síðan að maður hefur getað gert það :) Nú þarf ég einmitt að fara að sækja skíðin mín, sem að mamma sendi mér um daginn, hugsa nú að þau verði ekkert notuð á næstunni... !!

sunnudagur, febrúar 15, 2004

Þá er fjögurra daga helgin mín búin, og við tekur fjögurra daga skólavika, með tilheyrandi verefnum og fyrirlestrum! Þetta er bara búin að vera hin fínasta helgi, var heima hjá Hrafnhildi á föstudaginn og við elduðum okkur þessa líka dýrindismáltíð (eins og alltaf) og horfðum á imbakassann.
Í gær, var opið hús upp í skóla, og þangað mætti ég til þess að kynna fagið mitt fyrir gestum og gangandi. En þar sem þetta var nú í fyrsta skipti sem að ég var að sjá mikið af hjálpartækjunum og tólum sem á boðstólnum voru, var ég meira í því hlutverki að brosa og vera sæt, og lét þær eldri um kynningar!! Það gekk ágætlega;) Ótrúlegt hvað það er til mikið af sniðugu dóti til að létta fólki lífið, ég gæti alveg hugsað mér að nota eitthvað af þessu !!! Í lok dags var svo boðið upp á pizzu og bjór :)
Um kvöldið hittumst við skutlurnar í bekknum, spiluðum PARTYSPILIÐ og ACTIONARY, drukkum bjór og bollu með og skemmtum okkur saman. Svo var haldið í bæinn, og ég endaði á Sjallanum á balli með Í SVÖTUM FÖTUM. Ég verð nú að segja að ég hef aldrei fílað þá hljómsveit mjög mikið, en þeir voru að standa sig mjög vel í gær. Rosa stuð að dansa við lögin þeirra, og sérstaklega ef að þeir spila ekki sín eigin lög!!! En Jónsi er ekki í miklu uppáhaldi hjá mér, og hlýrabolurinn hans var ekki að gera góða hluti, og ekki var það betra þegar að hann fór úr honum!!! Svo að ég komst að því að ef maður kemst hjá því að horfa uppá svið, þá er þetta hið besta mál!!
Engin þynnka í dag, og fór dagurinn í sund, afslappelsi og verkefnavinnu!
Takk fyrir mig:)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?