JaNei <$BlogRSDUrl$>

föstudagur, febrúar 13, 2004

Fariði varlega í dag... FÖSTUDAGURINN 13.

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Vá, það er bara komið sumar hér, búið að vera plúsgráður á mælinum alveg í 2-3 daga, yndislegt að þurfa ekki lengur að dúða sig í endalaus föt;) En þessu fylgir auðvitað gallar líka, vegna þess að göngufærðin er hræðileg eins og er, svo hált og pollar allsstaðar. Ökumenn Akureyrar eru heldur ekkert of tillitsamir við saklausa gangandi vegafarendur, og það mætti stundum halda að þeir gerðu allt sem í þeirra valdi stendur til að keyra ofan í pollana og skvetta á okkur!
Dagurinn er líka farin að lengjast, orðið bjart fyrir 9 á morgnana, og bjart næstum til kl 6 á kvöldin.... GLEÐI GLEÐI :)

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Allt er nú til!!

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Brunabjallan í þessu húsi mínu fer orðið oftar í gang heldur en dyrabjallan, ég sver það! Það má ekki rista sér brauð og þá verður allt vitlaust. Maður er alveg hættur að taka mark á þessu, situr bara á sínu feita rassgati og vonar að þessi læti fari að hætta..... eins gott að það kvikni ekki í, í alvörunni, þá væri maður ekki í góðum málum ;)

mánudagur, febrúar 09, 2004

Vísindaferð
Þá er spurningin um að fara að segja ykkur aðeins frá þessari frægu vísindaferð sem ég fór í með heilbrigðisdeild skólans, svona fyrst maður nennir ekki að læra!!
Það var lagt af stað frá Akureyrinni í hádeginu á fimmtudaginn og var mikið fjör í rútunni á leiðinni (mismikið fjör á fólki þó!!). Það var dælt í okkur mat, snakki og gosi, og nokkrir tóku upp bjórinn er líða tók á daginn, og voru pissustoppin eftir því!!! Í Borganesi var stoppað í VODKAÁTÖPPUNARSTÖÐ og fengum við þar að fræðast um sögu vínsins á Íslandi og smakka nokkrar framandi tegundir af áfengi:) ´
Eldsnemma á föstudaginn byrjaði vísindaferðin svo formlega. Þá keyrðum við á Reykjanesið og heimsóttum hervöllinn. Þetta var nú ekki alveg sami fílingurinn og að fara til útlanda, en samt stemming að sjá fjögurra stafa húsnúmer, hermenn og flugvélar á víð og dreif og útlensk skilti út um allt; COLLEGE, HICH SCHOOL, THEATRE, HOSPITAL og svo framvegis !! Svo skoðuðum við sjúkrahúsið, fengum að heyra sögu einnar herhjúkku sem að var í Írak, og auðvitað enduðum við á því að borða á WENDY´S!! Hermennirnir voru ekkert alltof kátir að fá um 35 kvenmenn í röð á undan sér í hádegismatinn (maður hefði nú haldið annað!!!!).
Well, næsta stopp var heilsugæslan í Reykjanesbæ, svo STOÐ og síðast DECODE. Þetta var hinn fínasti dagur, bara soldið mikið langur og ég fór heim og lagði mig og horfði á FRIENDS áður en að ég hélt á PIZZA HUT til að borða og drekka með stelpunum !! Enduðum svo kvöldið á HVERFIS í brjáluðum dansi langt (eða ekki svo langt) fram eftir nóttu :)

Eyddi laugardeginum svo bara með fjölskyldunni og hitti Völu og Viktor Inga. Um kvöldið var matarboð heima og þar fékk ég dýrindis mat og svo kítki ég í 25ára afmæli á PRAVDA!!
Og, um hádegið í gær, var lagt af stað norður. Ekki var eins mikið fjör á liðinu í þessari ferð, en við skemmtum okkur þó yfir FÓSTBRÆÐRUM á milli þess sem við sváfum....zzzzzzzz. Takk fyrir mig :)

Fuglaflensan virðist bitna á flestum, ætli badmintonspilarar fari nú að nota plastbolta aftur ??

This page is powered by Blogger. Isn't yours?