JaNei <$BlogRSDUrl$>

laugardagur, nóvember 29, 2003

Heimspekinámskeiðið kláraðist í gær og þar með er bara einn vefjafræðidagur eftir á þessu skólaári. Búið að vera mjög skemmtilegur kúrs í heimspeki og nú er ég full af rökum og mótrökum um það hvort leyfa á fóstureyðingar og líknardráp, hvort þeir sem eru nautnahyggjumenn séu sálsjúkir eða bara vondir, hvernig skilgreina á sjúkdómshugtakið, stefnur og kenningar og margt fleira :)

Annars held ég að það sé nú bara sér process að taka þessi blessuðu próf; maður þarf að merkja allar blaðsíður með skólanúmeri en ekki nafni, raða blöðunum á sérstakan hátt inn í einhverjaa möppu þegar maður skilar prófinu og muna að merkja prófblöð með nafni kennara sé maður með fleiri en einn kennara í viðkomandi grein! Það er eins gott að maður klikki ekki á smáatriðunum :)

Svo í morgun var haldið í annan aukatíma í Vefjafræðinni og ég er bara ekki frá því að ég hafi skilið eitthvað ;)

Litlu jólin voru haldin með pompi og prakt hjá einni bekkjarsysur minni í gær og heppnuðust þau rosa vel! Við átum á okkur gat af tortilla (ekki mjög jólalegt reyndar), eftirrétt og piparkökum og svo var skálað í jólaglöggi, skipst á síðustu leynivinajólapökkunum, hlustað á jólalögin, kjaftað um allt annað en skólann og hlegið sig máttlausan af ansi hreint skrautlegum bröndurum! Ég ætla nú ekki að hafa mörg orð um þessa brandara, en segi það bara að margir af þeim hefðu örugglega ekki verið fengið að fjúka ef karlmaður hefði verið á svæðinu.....

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

ooo, það er svo gaman að hafa svona pakkaleik; í dag þegar ég var búin að vera í skólanum allt of lengi (að mínu mati) og kom í sálfræðitíma þreytt og lúin beið mín sætur jólapakki við stofudyrnar!! Hann bjargaði deginum :) En annars þá kláraðist enn einn áfanginn í dag, sálfræðin. Og við borðuðum kræsingar í seinasta skipti í umræðutíma í heimspeki í dag. Allir þessir "seinustu tímar" minna mig bara á það að skólinn er að verða búinn og prófin nálgast... En er farin að sofa....zzzzzzzzzzzz

miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Styttist í litlu jólin hjá okkur iðjunum (stelpunum í bekknum) og í því tilefni erum við búnar að vera með leynivinaleik í gangi í nokkra daga. Rosa gaman að koma í skólann og eiga von á smá gjöf og enn skemmtilegra auðvitað að gefa leynivininum sínum eitthvað spennandi :) Ég fékk rosa flott jólaleynivinaband í gær og segi bara takk takk fyrir það ;)

mánudagur, nóvember 24, 2003

Elinour Edda fyller ar i dag...... til hamingju pæja :)

sunnudagur, nóvember 23, 2003

Hei, ég smakkaði tvær gerðir af rauðvíni á fimmtudaginn og annað hvort voru þetta óvenjugóð vín eða ég er bara farin að þroskast og læra að drekka þennan drykk því að þetta bragðaðist alls ekkert svo illa :) Svona, svo að þið vitið það, þá geri ég það nú ekki að vana mínum að smakka rauðvín á fimmtudagskvöldum, en það var verið að opna heimasíðu nemendafélags háskólans, FSHA.IS, og var boðið upp á vín og osta í tilefni dagsins ;)

ENN EIN helgin búin og SEINASTA heila vikan í skólanum að hefjast (tveir dagar í næstu viku), og þessi vika verður óvenju strembin, því það eru óvenju margar kennslustundir í vikunni, svona miðað við unadanfarið. Erum að vinna upp einhverjar kennslustundir frá því að kennarar hafa verið veikir og svo er aukatími í vefjafræðinni næsta laugardag, alveg eins og í gær. Sem sagt spennandi tímar framundan.....

This page is powered by Blogger. Isn't yours?