JaNei <$BlogRSDUrl$>

laugardagur, október 18, 2003

Hvað er málið með öll þessi fiðrildi?? Þau eru ÚTUM ALLT. Ég hélt að þessi kvikindi ættu að vera löngu dauð á þessum árstíma.... En þau eru þó skárri en kakkalakkakvikindin en ég var að heyra að sést hefði til þeirra í ónefndum bæ á Íslandi. Það er allavega nokkuð ljóst að ég mun halda mig frá þeim bæ þangað til búið verður að útrýma ófétunum!!
En best að læra aðeins meira um iðjuþjálfun og skella sér svo kannski í sund.... :)

fimmtudagur, október 16, 2003

Einhver í húsinu mínu á mjög góðan að.... allavega er ísskápurinn okkar troðfullur af heimatilbúnum kökum í öllum stærðum og gerðum; muffins, brúnkaka, hjónabandssæla....ummm, ég er að pæla í að fara og finna þennan einstakling og gerast vinkona hans :)

þriðjudagur, október 14, 2003

Vaknaði kl 7:15 í morgun og labbaði uppí skóla til að mæta í þrefaldan sálfræðitíma og var varla sest þegar okkur var tilkynnt að kennslan félli niður... ! Þannig að þá var bara haldið heim að lesa. Þetta var samt ágætt, maður vaknaði við að labba þessar 13 mín hvora leið í skólann :)

mánudagur, október 13, 2003

Alltaf frægt fólk í Háskólanum á Akureyri; um daginn kom Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og í dag komu Ólafur Ragnar Grímson og Dorrit. Ástæðan var að landstjóri Kanada var í heimsókn hér, og fylgdi þeim fullt af liði; íslenskar löggur og kanadískar löggur, ljósmyndarar og bílstjórar! Við gerðum nú ekki mikið meira en að standa út í glugga og fylgjast með þessum herlegheitum, en frú Dorrit vinkaði okkar með vingjarnlegu "forsetavinki" :) Annars ekkert að frétta....

sunnudagur, október 12, 2003

Já, það var asskoti mikið fjör á Sprellmótinu og maður er rétt að jafna sig núna!! Við stelpurnar í bekknum hittumst um kl 11 og klæddum okkur upp. Vorum svo flottar; ég meina hverjum finnst ekki flott að vera í lituðum sokkabuxum, með legghlífar, í stuttu pilsi og skrautlegum bol, með breitt belti og grifflur, mála sig eins ljótt og hægt er og vera með sprey í hárinu ?? :) Svo var haldið niður á Ráðhústorg og þaðan inn í Þelamörk þar sem mótið var haldið. Greinarnar sem keppt var í voru sona mis "girnilegar", til dæmis þurfti að innbyrða 20 kaldar pylsur og bjór í kappátinu á 7 mínútum, éta hreint skyr og bjór í annarri grein og boðhlaupið fór fram á sundfitum og þurftu keppendur að drekka hálfan líter bjór í gegnum trekt og sippa í fitunum! ...þetta gekk semsagt mikið útá bjórdrykkju.....En þetta var allt hin mesta skemmtun, allavega fyrir okkur sem horfðum á :)
Um kvöldið var svo bekkjarpartý þar sem við borðuðum kínamat saman og svo var haldið á Sjallann, þar sem horft var á Idol (sem mér fannst ekkert spes í þetta skiptið) og svo djammað fram á rauða nótt.....

...enda fór dagurinn í gær í ekki neitt!!!

Hressari í dag, búin að fara í sund og reyna að komast yfir einhvern lærdóm. Fór aðeins út í íþróttahús því þar átti unglingameistarmót TBA í badminton að fara fram. Hitti þar Árna þjálfara, en mótið kláraðist í gær vegna þess hve fáir kepptu svo ég sá ekkert badminton. Eldri keppendurnir frá TBR nenntu víst ekki norður...... ekki man ég betur en að ég hafi litlu fengið að ráða um það hvort ég fór á Akureyri að keppa hér í den, við fórum bara.... :)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?