JaNei <$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, október 09, 2003

Djöfull er ég búin að vera dugleg í dag!! Búin að læra frekar mikið, fara í sund og sjúkraþjálfun, eldaði mér mat í hádeginu og tók eldhúsið í gegn. En það er sko mín vika að sjá um það, þarf þá að sópa, skúra, þurrka af, fara út með ruslið og dósir og þvo tuskur og viskastykki! Það væri nú munur ef maður væri alltaf svona duglegur!!

En eins gott að gera mikið í dag því það verður örugglega ekki mikið gert á morgun. Þá er nebblega hið umtalaða SPRELLMÓT Háskólans á Akureyri!! Fjörið byrjar kl 12:30 þegar allur skólinn þrammar niður á Ráðhústorg og hrópuð verða hvatningsorð (já, eða latningsorð!!) á milli deilda!! Heilbrigðisdeildin ætlar sko að standa sig í öskrunum, því undanfarin ár höfum við ekki halað inn mörgum stigum í hinum fjölbreyttu íþróttum mótsins, eins og kappáti, reipitogi, limbó og boðhlaupi svo eitthvað sé nefnt, og stefnum því að því að hala inn eins mörgum stigum og við getum í klappstýru- og búningakeppninni!! Ég hélt nú að ég væri laus við 85-pælingar eftir að ég yfirgaf MS en NEI, ekki alveg, því við ætlum að klæða okkur upp í anda ársins 1985 og gera allt vitlaust í Þelamörk, þar sem mótið verður haldið:) Það var nú ekki mikið mál að finna viðeigandi föt þetta árið, maður þurfti ekki annað en að labba inní næstu tískuvöruverslun og þar var úrvalið sko alveg nóg !!

UPPÁHALDSBRÓÐIR minn á afmæli í dag :) Orðinn 13 ára gamall drengurinn.......TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ARI MINN :):):)

miðvikudagur, október 08, 2003

Alltaf er maður nú að prófa eitthvað nýtt, nú síðast upplifði ég soldið spes kennsluaðferð. Málið var að við nemendurnir vorum staddir hér á Akureyri en kennarinn var í Odda í Reykjavík!! Og við horfðum bara á hann í sjónvarpinu sem var í stofunni okkar!! Þetta var nú næstum eins og venjuleg kennsla, því kennarinn sá okkur og við hann og við gátum alveg spurt spurninga og svona, en verð nú samt að viðurkenna að ef það er einhvern tímann auðvelt að missa einbeitinguna er það þegar kennarinn er staddur í ca 450 km fjarlægð ;)

Var verið að benda mér á það að það eru einungis 8 vikur í jólapróf...shit....

sunnudagur, október 05, 2003

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli, hún Eva mín, hún á afmæli í dag :) Veeiiiiii!! Tvítug stelpan og ég óska henni innilega til hamingju með það :)

Búin að vera róleg helgi hjá mér. Fór á kaffihús í gær, kaffi Amour með bekkjarsystrum mínum, og var komin snemma heim!! Nennti engu djammi.
Og gerði semsagt ekkert spes á föstudaginn. Horfði jú á Idol, og sá þar allavega einn sem ég þekkti!! Mér finnst þetta snilldarþáttur, þótt ég vorkenni oft þeim sem koma grátandi út og myndavélin eltir þá út um allt. Ótrúlegt hvað það er mikið til af skrýtnu fólki á Íslandi!! En áfram með lærdóminn...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?