JaNei <$BlogRSDUrl$>

föstudagur, september 19, 2003

Kominn föstudagur enn á ný. Ekki þar fyrir það að ég sé sjaldnast mikinn mun á dögunum, hvort það er helgi eða virkur dagur, frí eða ekki, því dagskráin er svipuð flesta daga....læra!! Nema helgarnar bjóða stundum uppá djamm!! Eins og í kvöld, er iðjudjamm:) 3. ár að bjóða okkur nýjustu velkomnar! Örugglega einhvers konar busun! Eigum allavega að vera klæddar sem sjóræningjar og vera með skemmtiatriði, svo verður farið í e-a leiki og eitthvað svona bull:) Ég samt í e-ð svo litlu stuði. Hressist vonandi fyrir kvöldið....eða fyrir kl sex, því þá byrjar fjörið!!
Svo er Sálarball á morgun...... :) víííí....langt síðan ég hef farið á Sálina. Samt ekki enn búin að ákveða hvort ég fer, það kemur í ljós á morgun, borgar sig að ákveða ekkert of langt fram í tímann!!!

hei, ég var næstum dauð í gær.... var í sakleysi mínu út að labba í kuldanum og var að fara yfir svona innkeyrslu að bensínstöð þegar einhver brjálaður fáviti beygir á 100 km hraða inní innkeyrsluna án þess að gefa stefnuljós :( fífl.... mér brá ekkert smá, enda næstum dáin!! sko, hér er fullt af svona fíflum sem keyra alltof hratt, skransar svo ískrar í dekkjunum og með tónlistina á fullu og reynir að drepa mann en svo er líka fólk sem stoppar við allar gangbrautir og gönguljós löngu áður en maður er búinn að ýta á takkann!!! ég kann nú best við eitthvað þarna á milli!!!


fimmtudagur, september 18, 2003

Bíddu, er ekki örugglega 18. september?? Í gær var kominn snjór í Hlíðarfjallið, allir á skíði, hahaha :) Og við vorum að djóka með það að á morgun þyrftum við að fara í snjógallanum í skólann! En það var ekkert djók, því að í morgun þegar ég vaknaði var byrjað að snjóa! Og það snjóar og snjóar og snjóar!! Mér finnst eins og ég sé að læra fyrir jólaprófin!! Þetta er svosum soldið nice, svo langt síðan að ég hef séð snjó, en væri samt alveg til í að geta notað hjólilð mitt aðeins lengur!!

mánudagur, september 15, 2003

Ætli maður geti fengið krabbamein af því að tala of mikið í gsm?? Var nebblega verið að benda mér á að of mikil notkun á farsímum gæti verið skaðleg. En hvað er of mikil notkun? Ég tala náttla bara í gsm núna...shit! Og svo er ég með eitthvað örbylgjulofnet í gangi inni hjá mér allan daginn, því ég er með svona þráðlaust internet. Ætli það sé ekki stórhættulegt líka? Einhverjir bráðdrepandi geislar???!! Díses, maður er bara í stórhættu hér.....

Talandi um hættur, ég var að hjóla niðrí bæ í dag og það er ekki hættulaust. Mér finnst nebblega alltaf eins og svæðið í kringum Ráðhústorgið sé bara göngugata, því þar er svo fínt hellulagt og sona, en svo koma bara bílar á fleygiferð og reyna að drepa mann....! Hættulegt líf á Akureyri.

Ohh, ég á eftir að lesa 3 kafla í sálfræði fyrir morgundaginn, næ því nú ekki í kvöld. Ekki nóg með að þetta sé á enksu, heldur er þetta einhver voða háfleyg enska og ekki svo auðveld í lestri......


This page is powered by Blogger. Isn't yours?