JaNei <$BlogRSDUrl$>

föstudagur, september 05, 2003

Ég var að kaupa mér litabók...á 4000 krónur!!! Alveg róleg, þetta er nú ekki eins bilað og það lítur út fyrir að vera, þetta er sko skólabók!! Svo nú sit ég bara eins og lítil skólastelpa, með nýju trélitina mína og lita:) Ekki leiðinlegt það....og ég æfist í leiðinni í anatómíunni!! Mæli eindregið með þessari bók fyrir alla sem eru að læra um mannslíkamann! Manni er meira að segja sagt hvernig maður á að lita og öll svæðin merkt svo maður liti nú ekkert vitlaust!!!
Þegar ég verð búin að læra nóg í kvöld ætla ég að fara til Hrafnhildar, glápa á sjónvarpið, eta nammi og hlaða batteríin!!

Einhvers staðar heyrði ég að maðurinn gæti bara haldið einbeitingu í einhvern ákveðinn tíma og eftir þann tíma hætti hann bara að fylgjast með. Ég held að Háskólinn á Akureyri hafi aldrei heyrt um þessa kenningu, því að ég var að koma úr fjórföldum efnafræðitíma, og guð minn góður, einbeitingin var farin eftir tvo!! Efnafræðin er fín, en í fjóra tíma........ Allt er gott í hófi!!!

Vá, hvað maður er orðinn eitthvað húsmóðurslegur, alltaf í Bónus með hinum kellunum og að elda mat og þvo þvott. Ég verð nú bara að viðurkenna að ég e búin að vera ýkt dugleg að elda síðan ég kom; pastasalat, hrísgrjónarétt, súpur, hafragraut, tortilla.... og svo auðvitað bara brauð og skyr as usual!! Held nú að hún mamma yrði stolt af mér ef hún sæi mig:)

Ekkert skipulagt um helgina, ef þið hafið hugmyndir, let my know! Veit að Stjórnin er að spila á Sjallanum á morgun, og það er víst handboltadjamm þar, maður ætti kannski að fara á veiðar..... en, nei, hugsa að ég taki því bara rólega!!!

þriðjudagur, september 02, 2003

Æ, hvað það er nú góð afsökun að taka sér smá frí frá lærdómnum til þess að fara að blogga! Maður verður víst að standa sig í skrifunum fyrst maður er byrjaður á þessu!! Nú er skólinn byrjaður og ég er bara að læra 24/7... eða svona næstum því! Í gær lærði ég svipað mikið og ég lærði venjulega fyrir jólapróf í MS, en ég var aðeins að fara yfir það efni sem kennarinn hafði farið yfir í tíma! En þetta er víst munurinn á háskóla og menntaskóla! Ég veit ekki hvort kennararnir eru að reyna að fá okkur til að hætta strax eða hvað, en ég heyrði lítið annað í gær en að þetta væri mjög erfitt nám, mikill lestur, lítill frítími, frekar þurrt nám fyrstu önnina og þetta væri sko ekki búið eftir útskrift, alltaf einhver endurmenntun og svoleiðis. En þetta er sennilega bara sannleikurinn og svo lofa allir rosa skemmtilegu námi og starfi! Og ég trúi því og líst bara vel á! Er samt bara í einu fagi enn sem komið er sem tengist beint iðjuþjálfun, annars að læra anatómíu, vefjafræði, sálfræði og heimspeki, sem tengist þessu víst einhvern veginn:) Svo breytist þetta á komandi önnum. Well, best að halda áfram að lesa um beinin í höfuðkúpunni........Os frontale, Os parietale, Os temporale.... bara svo þið getið æft ykkur:)

sunnudagur, ágúst 31, 2003

Jæja, nú verða allir að fara að koma í heimsók og sjá hvað herbergið mitt er orðið rosalega flott:) Er komin með sófa, sófaborð, myndir, gólfmottu, náttborð og bara fullt af skemmtilegu dóti. Hugsa að herbergið mitt í Efstasundinu sé orðið ansi tómlegt, og gæti reyndar trúað því að það væri minna til í IKEA en venjulega, mamma keypti held ég hálfa búðina!! :)

En þá er nýnemavikan búin hér og alvaran að hefjast á morgun...:/ Kláruðum vikuna með trompi á föstudaginn, fórum fyrst upp í Kjarnaskóg þar sem við vorum látin leysa allskonar þrautir og vitleysu og svo var grillað. Um kvöldið var djamm á Góða dátanum, fín stemming!! Fyndið samt hvað maður þekkir fáa hér á Akureyrinni, bara bekkjarfélagana og nokkra aðra!! Og það er víst ekki til mikið "pöbbarölt" hér; ekki nógu margir staðir til þess!!

Minni svo bara alla á að skrifa í gestabókina mína og kommenta soldið á hvað ég er að skrifa!!! Adios..

This page is powered by Blogger. Isn't yours?